Keflavík enn með fullt hús stiga

Keflavík vinnur alla sína leiki.
Keflavík vinnur alla sína leiki. Eggert Jóhannesson

Keflavík er áfram með fullt hús stiga í Dominos-deild kvenna í körfuknattleik eftir 71:67-sigur á Skallagrími í Borgarnesi í dag. Keflavík er nú búin að vinna alla níu leiki sína en liðið þurfti að hafa aðeins fyrir sigrinum að þessu sinni.

Heimakonur voru með forystu eftir þriðja leikhlutann, 52:44, en gríðarlega sterkur endasprettur Keflvíkinga skilaði þeim sigrinum í blálokin. Staðan var jöfn, 67:67, þegar um 20 sekúndur voru eftir en þá skoraði Emelía Ósk Gunnarsdóttir þriggja stiga körfu. Daniela Wallen Morillo var stigahæst Keflvíkinga með 24 stig og þá tók hún 21 frákast. 

Keira Breeanne Robinson skoraði 21 stig fyrir heimakonur sem hafa nú tapað sex og unnið fimm af fyrstu níu leikjum sínum og sitja í 5. sæti deildarinnar. Keflavík og Valur eru saman á toppnum með 18 stig en Valsarar hafa spilað 11 leiki og tapað tveimur.

Skallagrímur - Keflavík 67:71

Borgarnes, Dominos-deild kvenna, 28. febrúar 2021.

Gangur leiksins:: 5:5, 13:10, 16:13, 19:15, 23:18, 27:20, 31:23, 33:25, 37:28, 39:34, 43:37, 52:44, 55:49, 55:53, 60:61, 67:71.

Skallagrímur: Keira Breeanne Robinson 21/4 fráköst, Sanja Orozovic 17/11 fráköst, Maja Michalska 13/6 fráköst, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 8/7 fráköst/5 stoðsendingar, Embla Kristínardóttir 8/7 fráköst.

Fráköst: 29 í vörn, 6 í sókn.

Keflavík: Daniela Wallen Morillo 24/21 fráköst, Anna Ingunn Svansdóttir 16, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 11, Katla Rún Garðarsdóttir 8, Erna Hákonardóttir 4, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 3/7 fráköst/5 stoðsendingar, Agnes María Svansdóttir 3, Anna Lára Vignisdóttir 2.

Fráköst: 29 í vörn, 8 í sókn.

Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Jóhannes Páll Friðriksson, Bjarki Þór Davíðsson.

Áhorfendur: 62

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert