Þurftum bara eitt færi til að jafna

Jón Daði Böðvarsson og Albert Guðmundsson að fagna jöfnunarmarki Birkis …
Jón Daði Böðvarsson og Albert Guðmundsson að fagna jöfnunarmarki Birkis Más Sævarssonar (fyrir miðju). mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Þetta er fáránlega gott lið sem Belgarnir eru með en við gerðum ágætlega, stóðum í þeim í 90 mínútur,“ sagði Albert Guðmundsson í viðtali við Stöð 2 Sport eftir 2:1-tap Íslands gegn Belgíu í Þjóðadeild UEFA í knattspyrnu í kvöld.

„Við héldum boltanum ágætlega þegar við fengum hann í fæturna en við hefðum líka getað skyndisótt betur. Þetta er spurning um að setja kannski aðeins meiri pressu á boltann, við þurftum bara eitt færi til að jafna,“ sagði Albert en íslenska liðið spilaði ágætlega á köflum og hefði kannski getað kreist fram jöfnunarmark í síðari hálfleik.

„Við höfum spilað núna við Belga þrisvar á stuttum tíma og þetta eru tvær leikir sem hafa farið ágætlega, þó við höfum ekki unnið. Það er samt erfitt að vera mjög sáttur þegar maður tapar,“ sagði Albert.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert