Bólusettir 73,5 prósent þeirra sem greinst hafa síðustu daga

Flestir þeir sem eru með COVID-19 hér á landi eru á aldrinum 18-29 ára eða tæp 45 prósent. Fjórtán börn eru með sjúkdóminn, þar af eitt ungbarn. Enn eru rúmlega 116 þúsund landsmenn óbólusettir.

Sérstaða Íslands þegar kemur að fjölda bólusettra er mikil og því ekki hægt að miða við reynslu nokkurs annars ríkis þegar kemur að virkni bóluefna í samfélagi án takmarkanna innanlands og fjölgunar ferðamanna.
Sérstaða Íslands þegar kemur að fjölda bólusettra er mikil og því ekki hægt að miða við reynslu nokkurs annars ríkis þegar kemur að virkni bóluefna í samfélagi án takmarkanna innanlands og fjölgunar ferðamanna.
Auglýsing

Á tólf daga tíma­bili, dag­ana 9.-20. júlí, greind­ist 151 með COVID-19 inn­an­lands. Af þeim voru 111 full­bólu­settir eða 73,5 pró­sent hóps­ins. Bólu­setn­ing var hafin hjá þrettán en 27 sem greindust á tíma­bil­inu voru óbólu­settir eða tæp­lega 18 pró­sent hóps­ins.

Ef miðað er við útgefnar tölur Hag­stof­unnar um íbúa­fjölda á Íslandi í byrjun árs eru 68,3 pró­sent lands­manna full­bólu­sett. Ef litið er aðeins til þeirra sem eru sextán ára og eldri, sem mælt er með að láta bólu­setja sig, er hlut­fallið 85,3 pró­sent.

Auglýsing

Sam­kvæmt tölum Hag­stof­unnar voru um 73.500 íbúar lands­ins yngri en sextán ára í byrjun árs eða rétt tæp 20 pró­sent mann­fjöld­ans. Enn hefur ekki verið ákveðið hvort eða hvenær bólu­setn­ing barna hefst almennt hér á landi, þó að börn með und­ir­liggj­andi sjúk­dóma hafi sum hver fengið bólu­setn­ingu sem og hafa for­eldrar und­an­farið haft val um það að láta bólu­setja börn sín.

Hingað til hafa börn veikst minna en aðrir af COVID-19. Mynd: EPA

Á vefnum COVID.is eru tölur um fjölda bólu­settra á aldr­inum 0-11 ára ekki gefnar upp. Hins vegar kemur fram að 1.429 börn á aldr­inum 12-15 ára séu full­bólu­sett eða um 7,6 pró­sent ald­urs­hóps­ins. Það þýðir að 92 pró­sent þeirra eru óbólu­sett og gera má ráð fyrir að hlut­fall óbólu­settra sé mun hærra hjá enn yngri börn­um.

116 þús­und ekki bólu­settir

Ef við snúum dæm­inu öllu við og skoðum þann hóp sem hvað við­kvæm­astur er fyrir alvar­legum veik­indum af völdum COVID-19 kemur í ljós að enn eru 116.500 íbúar Íslands óbólu­sett­ir. Í elstu ald­urs­hóp­unum eru þetta örfáir ein­stak­ling­ar. Aðeins 44 mann­eskjur 90 ára og eldri eru ekki bólu­settar en þessi elsti ald­urs­hópur telur um 2.500 manns. 142 mann­eskjur á aldr­inum 80-89 ára eru óbólu­settar eða innan við 2 pró­sent hóps­ins. Aðeins 75 á aldr­inum 70-79 ára eru ekki bólu­settir sem er um 0,3 pró­sent alls hóps­ins.

Um 2 pró­sent fólks á sjö­tugs­aldri (60-69 ára) eru óbólu­sett eða 818 manns og um 4,5 pró­sent fólks á sex­tugs­aldri er óbólu­sett eða tæp­lega 2.000 ein­stak­ling­ar.

Fjöldi bólusettra meðal smitaðra síðustu daga er mjög mikill. Mynd: COVID.is

En síðan fer fjöldi óbólu­settra í hverjum ald­urs­hópi að hækka. Þannig eru 10 pró­sent fólks á aldr­inum 40-49 ára enn óbólu­sett eða rúm­lega 4.800 manns. Um 19 pró­sent fólks á fer­tugs­aldri (30-39 ára) er óbólu­sett, sam­tals yfir tíu þús­und manns. Þegar ald­urs­hóp­ur­inn 16-29 ára, sem telur um 73 þús­und manns, er hlut­fall óbólu­settra um 17 pró­sent.

Allir búsettir hér á landi sem eru sextán ára og eldri voru komnir með boð í bólu­setn­ingu í júní.

Þegar þessar tölur eru bornar saman við þann fjölda sem nú er með COVID-19 eftir aldri kemur í ljós að smitin eru flest í þeim ald­urs­hópum þar sem hlut­fall bólu­settra er hvað lægst. Þannig eru 100 manns á aldr­inum 18-29 ára sýkt og 47 ein­stak­lingar á aldr­inum 30-39 ára.

Fjöldi smitaðra eftir aldri 21. júlí. Mynd: COVID.is

Þórólfur Guðna­son sótt­varna­læknir sagði nýverið að vörnin sem bólu­efni veita væri „klár­lega“ ekki eins og hann hafði von­ast til. Hann sagði svo í við­tali við RÚV: „Full­bólu­sett fólk getur smitast, full­bólu­sett fólk getur smitað aðra, og full­bólu­sett fólk getur veikst alvar­lega.“

Þegar bólu­efni komu á mark­að, og vörn þeirra var metin um og yfir 90 pró­sent, var ekki ljóst hvort fólk gæti engu að síður sýkst af veirunni og borið hana í aðra. Á síð­ustu vikum hefur ber­sýni­lega komið í ljós að slík áhætta er fyrir hendi. Þá er stóra spurn­ing­in, hversu góða vörn þau veita gegn alvar­legum veik­ind­um, sér­stak­lega í ljósi þess að nýtt afbrigði, delta, er komið fram á sjón­ar­svið­ið.

Heil­brigð­is­yf­ir­völd í Ísr­ael vör­uðu fyrr í vik­unni við því að vörn bólu­efna gegn delta-af­brigði kór­ónu­veirunnar væri minni en talið var. Smitum fer fjölg­andi í land­inu þrátt fyrir að meiri­hluti þjóð­ar­innar sé bólu­sett­ur. Inn í þessa jöfnu verður að taka að tak­mark­anir hafa víð­ast hvar, t.d. hér á landi og í Ísra­el, verið litlar sem engar síð­ustu vik­ur. Það gefur veirunni enn betra tæki­færi til að dreifa sér manna á milli en síð­ustu mán­uði þegar marg­vís­legar hömlur á sam­komum fólks hafa verið í gildi.

Heil­brigð­is­ráðu­neytið í Ísr­ael til­kynnti í síð­ustu viku að bólu­efnin veittu 64 pró­senta vörn gegn því að smit­ast af delta-af­brigð­inu og 93 pró­senta vörn gegn því að veikj­ast alvar­lega. Ný gögn frá Gertner-­stofn­un­inni í Tel Aviv sem birt voru um helg­ina sýna að vörn gegn veirunni hefur að lík­indum verið ofmet­in. Frek­ari nið­ur­staðna úr rann­sóknum er beð­ið.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent