Þjálfaragoðsögn látin

César Luis Menotti er látinn.
César Luis Menotti er látinn. Ljósmynd/Knattspyrnusamband Argentínu

Knattspyrnuþjálfarinn argentínski César Luis Menotti, sem gerði landslið þjóðar sinnar að heimsmeisturum árið 1978, er látinn 85 ára að aldri.

Knattspyrnusamband Argentínu greindi frá tíðindunum. Hann tók við stjórn argentínska landsliðsins árið 1974 og gerði það að heimsmeistara fjórum árum síðar á heimavelli.

Hann stýrði Argentínu einnig á HM á Spáni 1982 en þá féll liðið úr leik í milliriðli. Í kjölfarið tók hann við Barcelona og gerði liðið að spænskum bikarmeistara árið 1983.

Eftir tímann hjá Barcelona stýrði hann m.a. Atlético Madrid, Boca Juniors og Sampdoria.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert