Orku náttúrunnar gert að slökkva á 156 götuhleðslum í Reykjavík

Straumur verður rofinn af öllum götuhleðslum ON í Reykjavík frá og með mánudeginum 28. júní næstkomandi. Óvíst er hvenær hægt verður að hleypa straumi á þær að nýju.

Götuhleðslur ON Mynd: Atli Már Hafsteinsson
Auglýsing

Straumur verður rof­inn af öllum götu­hleðslum Orku nátt­úr­unnar (ON) í Reykja­vík frá og með mánu­deg­inum 28. júní næst­kom­andi. Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá fyr­ir­tæk­inu í dag.

Í henni segir að fyr­ir­tækið sjái sig knúið til þess að taka straum­inn af þeim 156 götu­hleðslum sem fyr­ir­tækið hefur sett upp víðs­vegar í Reykja­vík. Það sé gert í kjöl­far þess að Ísorka kvart­aði yfir því að hleðsl­urnar væru opnar hverjum sem er gjald­frjálst. Óvíst er, sam­kvæmt ON, hvenær hægt verður að hleypa straumi á þær að nýju. Við­skipta­vinum ON er bent á að hrað­hleðslur þeirra verða enn opnar sem og götu­hleðslur í Garða­bæ.

Auglýsing

Berg­lind Rán Ólafs­dótt­ir, fram­kvæmda­stýra ON, segir þetta vera ömur­lega stöðu, bæði fyrir þau sem byggt hafa upp þessar götu­hleðslur en ekki síður fyrir raf­bíla­eig­end­ur.

Berglind Rán Ólafsdóttir Mynd: Aðsend
Berglind Rán Ólafsdóttir Mynd: Aðsend

„Þetta er fyrst og fremst að koma niður á þeim fjöl­mörgu raf­bíla­eig­endum sem geta ekki haft eigin bíla­stæði við heim­ili sín til að setja upp heima­hleðslur eða hafa ein­fald­lega ekki efni á því. Það er ein­læg ósk mín að aðilar deilu Reykja­vík­ur­borgar og Ísorku komi málum svo skjótt sem unnt er í far­veg sem tryggir að deilan tefji ekki það mik­il­væga verk­efni sem orku­skiptin í sam­göngum er,“ segir hún í til­kynn­ing­unni.

Sig­urður Ást­geirs­son, fram­kvæmda­stjóri Ísorku, sendi frá sér yfir­lýs­ingu síð­degis í dag þar sem því er hafnað að fyr­ir­tækið hafi lagt fram kvörtun eða kröfu um að slökkt yrði á hleðslu­stöðv­un­um. „Ísorka lagði fram kvörtun til kæru­nefndar útboð­mála 2020. Sam­hliða rann­sókn þeirrar kæru ákvað RVK að krefja ON um að setja stöðv­arnar upp vit­andi að málið var í rann­sókn. Kæru­nefndir ógildi samn­ing­inn og sektaði Reykja­vík­ur­borg. Reykja­vík­ur­borg er sú sem er rót vand­ans. ON setti stöðv­arnar upp að beiðni Reykja­vík­ur­borg­ar. Ég harma að Ísorka sé gerð ábyrgð fyrir afleið­ingum á brotum og ákvörðun Reykja­vík­ur­borg­ar. Ísorku er það alveg að meina­lausu að stöðv­arnar standi og hlaði bíla raf­bíla­eig­enda þar til Reykja­vík­ur­borg býður út að nýju.“

Reykja­vík­ur­borg hefði átt að bjóða verkið út á Evr­ópska efna­hags­svæð­inu

For­saga máls­ins er rakin í til­kynn­ingu ON en Reykja­vík­ur­borg bauð út upp­setn­ingu og rekstur götu­hleðsla og tók til­boði frá ON sem bauð lægst í verk­efn­ið. Úrskurð­ar­nefnd útboðs­mála komst síðan að þeirri nið­ur­stöðu eftir kæru Ísorku að Reykja­vík­ur­borg hefði átt að bjóða verkið út á Evr­ópska efna­hags­svæð­inu. Ekki hafi verið tekið undir önnur sjón­ar­mið Ísorku.

„Sam­kvæmt nið­ur­stöðu úrskurð­ar­nefndar er ON hvorki heim­ilt að taka gjald fyrir afnot af götu­hleðsl­unum né að sér­merkja bíla­stæðin sem þær standa við. Í stað þess að slökkva á hleðsl­unum og þannig gera raf­bíla­eig­endum sem treysta á umræddar hleðslur erfitt fyrir ákvað ON að hætta að rukka og taka niður merk­ingar við stæð­in. Hleðslur yrðu þá aðgengi­legar öllum á meðan næstu skref væru met­in. Þannig hlítti ON nið­ur­stöð­unni en styddi áfram það mik­il­væga verk­efni sem orku­skiptin í sam­göngum er,“ segir í til­kynn­ing­unni.

Ísorka hefur nú aftur sent kvörtun til kæru­nefnd­ar­inn­ar, nú vegna þess hvernig ON hefur brugð­ist við þeirri nið­ur­stöðu hennar að Reykja­vík­ur­borg hefði átt að bjóða út á evr­ópska efna­hags­svæð­inu.

Borgin telur nauð­syn­legt að óska eftir því að ON rjúfi straum­inn

Í bréfi sem barst ON frá Reykja­vík­ur­borg í morgun segir að vegna athuga­semda Ísorku telji borgin nauð­syn­legt að óska eftir því að ON rjúfi straum til umræddra hleðslu­stöðva. Þá segir einnig að Reykja­vík­ur­borg hafi farið þess á leit við kæru­nefnd útboðs­mála að rétt­ar­á­hrifum úrskurð­ar­ins verði frestað. „Á meðan kæru­nefnd tekur afstöðu til þeirrar beiðni er ráð­legt að ekki sé aðgengi að raf­orku á umræddum hleðslu­stöðv­um,“ segir í bréfi Reykja­vík­ur­borgar til ON.

ON tekur það sér­stak­lega fram í til­kynn­ing­unni að fyr­ir­tækið hafi ekki mark­aðs­ráð­andi stöðu og telur sig því ekki skylt að rukka fyrir götu­hleðsl­urn­ar. Bendir fyr­ir­tækið á að bæði Ísorka og Orku­salan séu með hleðslu­staura víða um borg þar sem raf­magn er gef­ið.

Þetta „mun leiða til mik­illa óþæg­inda fyrir íbúa borg­ar­inn­ar“

Reykja­vík­ur­borg hefur einnig sent frá sér til­kynn­ingu um málið en borgin hef­ur, eins og áður seg­ir, farið fram á frestun rétt­ar­á­hrifa úrskurðar kæru­nefndar útboðs­mála frá 11. júní sem kveður á um óvirkni samn­ings Reykja­vík­ur­borgar við ON um upp­setn­ingu og rekstur á hleðslu­stöðvum frá úrskurð­ar­degi.

„Upp­setn­ing hleðslu­stöðva og bætt aðgengi að orku víðs­vegar um Reykja­vík er ætlað að hvetja borg­ara til orku­skipta í sam­ræmi við mark­mið borg­ar­innar á sviði orku­mála um að borgin verði kolefn­is­laus árið 2040. Fjöldi raf­bíla hefur á stuttum tíma farið vax­andi innan Reykja­víkur en sam­kvæmt tölum frá Félagi íslenskra bif­reiða­eig­enda voru raf­bílar um 45,5 pró­sent nýskráðra bíla á fyrstu fimm mán­uðum 2021.

Upp­setn­ing og rekstur hleðslu­stöðva sem boðnar voru út í útboð­inu er ætlað að mæta þörfum þeirra sem ekki geta hlaðið bíla sína við heim­ili sín og gera þeim kleift að eiga og reka raf­bíla. Krafa um taf­ar­lausa óvirkni samn­ings­ins mun leiða til mik­illa óþæg­inda fyrir íbúa borg­ar­innar sem nota þær 156 hleðslu­stöðvar sem ON rekur sam­kvæmt samn­ingn­um, og munu nú þurfa að loka fyrir aðgang að, þótt óljóst sé hversu lengi sú lokun muni vara,“ segir í til­kynn­ingu Reykja­vík­ur­borg­ar.

Kanna grund­völl þess að láta reyna á lög­mæti úrskurð­ar­ins

Reykja­vík­ur­borg telur að sér­stakar ástæður rétt­læti að beiðni um frestun á rétt­ar­á­hrifum verði tekin til greina. Í fyrsta lagi hafi aðal­skylda samn­ings­ins um upp­setn­ingu hleðslu­stöðva þegar verið upp­fyllt að næstum öllu leyti og þjón­usta verið við borg­ar­búa til sam­ræmis við ákvæði samn­ings­ins um nokk­urt skeið. Því sé nið­ur­staða úrskurð­ar­ins veru­lega íþyngj­andi fyrir aðila máls og íbúa og gesti Reykja­vík­ur.

Í öðru lagi sé fyr­ir­séð að óvirkni samn­ings­ins, jafn­vel þótt hún kunni ein­vörð­ungu að vara um skamman tíma, muni leiða til þess að eig­endur raf­bíla sem hafa fjár­fest í þeim í trausti þess að eiga auð­velt aðgengi að hraðri hleðslu þeirra eigi nú erf­ið­ara um vik með að nýta sér þá.

Í þriðja lagi hafi ákvörðun kæru­nefndar útboðs­mála frá 22. októ­ber síð­ast­liðnum þar sem kröfu Ísorku ehf. um að umrætt útboð yrði stöðvað um stund­ar­sakir verið hafn­að. Báðir samn­ings­að­il­ar, Reykja­vík­ur­borg og ON, hafi því í góðri trú haldið áfram með að efna samn­ing­inn sem komst á í kjöl­far hins kærða útboðs.

Af hálfu Reykja­vík­ur­borgar stendur yfir vinna við að kanna grund­völl þess að láta reyna á lög­mæti úrskurð­ar­ins sem eins og áður hefur komið fram, lýtur að áætl­aðu verð­mæti samn­ings, kostn­að­ar­á­ætl­un, og hvort bjóða hefði átt út sér­leyf­is­samn­ing á Evr­ópska efna­hags­svæð­inu í stað almenns útboðs sem fór fram inn­an­lands. Sam­hliða því sé unnið að und­ir­bún­ingi nýs útboðs.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.
Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent