Ætlar sér fimm sigra í viðbót

Matt Fitzpatrick með bikarinn glæsilega eftir sigurinn í Brookline.
Matt Fitzpatrick með bikarinn glæsilega eftir sigurinn í Brookline. AFP/Warren Little

Matthew Fitzpatrick, 27 ára gamall Englendingur, vann sinn fyrsta sigur á risamóti í golfi er hann bar sigur úr býtum á Opna bandaríska meistaramótinu um síðustu helgi.

Leikið var á Brookline-vellinum í Massachusetts. Sigurinn er ekki einungis sá fyrsti hjá Fitzpatrick á risamóti, heldur fyrsti sigur hans á PGA-mótaröðinni. Hans besti árangur á risamóti fyrir helgina var fimmta sæti á PGA-meistaramótinu í maí, þar sem hann var lengi vel með forystu en slakur lokahringur skemmdi fyrir.

Um helgina hafði Fitzpatrick að lokum betur eftir mikla spennu og baráttu við Bandaríkjamennina Will Zalatoris og Scottie Scheffler, sem enduðu einu höggi á eftir þeim enska. Fitzpatrick lék hringina fjóra á samanlagt sex höggum undir pari.

Það er ekki oft sem Englendingar vinna Opna bandaríska, því Fitzpatrick er aðeins sá þriðji á síðustu hundrað árum. Þá er hann aðeins annar maðurinn í sögunni til að vinna Opna bandaríska á sama velli og hann vann Opna bandaríska áhugamannamótið. Aðeins Jack Nicklaus hafði afrekað slíkt áður.

Greinin í heild sinni er í Morgunblaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert