Arnar Þór Ingólfsson

Brugghúsafrumvarp Áslaugar Örnu vekur litla kátínu hjá Landlæknisembættinu og ÁTVR

Embætti landlæknis telur „góða sátt“ um núverandi fyrirkomulag áfengissölu, en lítil merki eru um það í þeim fjölmörgu umsögnum sem borist hafa Alþingi undanfarna daga vegna frumvarps dómsmálaráðherra um að heimila sölu bjórs beint frá brugghúsum. ÁTVR telur að frumvarpið myndi brjóta gegn ákvæðum EES-samningsins. Samtök ferðaþjónustunnar velta því upp hvort kynna þurfi internetið fyrir stjórnvöldum.

Skiptar skoð­anir eru uppi vegna fyr­ir­hug­aðra breyt­inga á áfeng­is­lög­um, sem ætlað er að styðja við smærri brugg­hús á Íslandi, en með frum­varpi Áslaugar Örnu Sig­ur­björns­dóttur dóms­mála­ráð­herra er lagt til að smærri brugg­húsum verði gert kleift að selja áfengt öl í smá­sölu á fram­leiðslu­stað. Umsagnir hafa hrann­ast inn til Alþingis síð­ustu daga.

Ekki þarf að koma á óvart að fjöldi lít­illa brugg­húsa hefur lýst yfir stuðn­ingi við mál­ið, en sam­kvæmt frum­varp­inu yrði brugg­húsum sem fram­leiða innan við 500 þús­und lítra af öli á ári leyft að selja fram­leiðslu sína, þó ekki sterkara öl en 12 pró­sent, beint frá sínum fram­leiðslu­stað.

„Sala beint frá fram­leiðslu­stað mun styðja við litlu brugg­húsin í land­inu til að vaxa og dafna,“ segir í umsögn stjórnar Sam­taka íslenskra hand­verks­brugg­húsa, sem full­yrða að frum­varpið muni ekki auka aðgengi að áfengi að neinu ráði.

Land­lækn­is­emb­ættið telur góða sátt ríkja um núver­andi fyr­ir­komu­lag

Um það er þó ekki ein­hug­ur. Emb­ætti land­læknis skil­aði inn umsögn í vik­unni þar sem segir að allar breyt­ingar sem eigi að gera á áfeng­is­sölu hér­lendis kalli á heild­ræna nálg­un. Emb­ættið leggur til að breyt­ingar á borð við þær sem boð­aðar eru í frum­varp­inu verði ekki inn­leiddar nema sem hluti af opin­berri heild­rænni stefnu um mála­flokk­inn og bent er á að opin­ber stefna í áfeng­is- og vímu­vörnum rann út í fyrra.

Auglýsing

Land­lækn­is­emb­ættið telur einnig að fyr­ir­hug­aðar breyt­ing­ar, sem auki aðgengi að áfengi, geti leitt til auk­innar kröfu um breyt­ingar eða til­slak­anir „á því ann­ars góða fyr­ir­komu­lagi sem um ríkir góð sátt“ og að það geti leitt til að „að­gengi að áfengi verði aukið enn frekar með til­slök­unum á áfeng­is­stefn­unn­i.“ 

Umdeil­an­legt er hversu góð sátt er um núver­andi fyr­ir­komu­lag áfeng­is­sölu á Íslandi, en á und­an­förnum árum hefur umræða um hvort leyfa eigi sölu víns í mat­vöru­versl­unum reglu­lega skotið upp koll­in­um. Í könnun Mask­ínu frá árinu 2019 voru fleiri á því að heim­ila ætti sölu létt­víns og bjórs í mat­vöru­versl­unum en voru því and­vígir, en mikil and­staða er í sam­fé­lag­inu við að sterkt áfengi verði til sölu í mat­vöru­búð­um.

Niðurstöður úr könnun Maskínu frá 2019. Þau prósent sem upp á vantar í hverjum flokki tóku ekki afstöðu til málsins.
Maskína

Emb­ættið leggur fram nokkrar spurn­ingar og vanga­veltur sem hjá því vökn­uðu við lestur frum­varps­ins, m.a. hvaða rök liggi fyrir því að hámarks­á­feng­is­magn í ölinu sem brugg­hús megi selja beint sé 12 pró­sent og hvort lækka mætti þetta hámark. Einnig spyr emb­ættið að því hvernig tryggt verði að haldið verði utan um sölu­tölur og hvernig áhrif verði met­in, til dæmis með til­liti skað­legra áhrifa og auk­innar sölu.

Land­lækn­is­emb­ættið telur einnig að æski­legt væri að setja tak­mark­anir á hæfi­legt magn sem neyt­andi mætti kaupa í hvert skipti. Það má því segja að emb­ættið vilji fara Fram­sókn­ar­leið­ina, en þrír þing­menn Fram­sóknar lögðu fram frum­varp sem er að ýmsu leyti keim­líkt frum­varpi Áslaugar Örnu, nema hvað neyt­anda yrði ein­ungis heim­ilt að kaupa eina kippu, sex bjóra, í einu.

ÁTVR telur að 500 þús­und lítra þakið sé allt of hátt

Áfeng­is- og tóbaks­verslun rík­is­ins, sem fer einka­leyfi á smá­sölu áfengis á Íslandi, leggst gegn ýmsum þáttum frum­varps­ins í 23 blað­síðna langri umsögn um mál­ið, en þó er und­ir­strikað í nið­ur­lagi að umsögnin feli ekki í sér „tæm­andi grein­ingu á afleið­ingum þess“ að frum­varpið nái fram að ganga. 

ÁTVR telur til­lög­una allt of víð­tæka og fer yfir það í umsögn sinni að frum­varpið stand­ist að lík­indum ekki kröfur Evr­ópu­rétt­ar. „Allar líkur væru á að fyr­ir­komu­lagið teld­ist magn­tak­mörkun á inn­flutn­ingi í skiln­ingi 11. gr. EES-­samn­ings­ins sem varla væri rétt­lætt á grund­velli 13. gr. hans. Eins gæti verið um brot á 16. gr. samn­ings­ins að ræða,“ segir í nið­ur­lagi umsagnar ÁTVR.

Rík­is­stofn­unin telur að 500.000 lítra fram­leiðslu­há­mark­ið, sem úti­lokar sam­kvæmt Sam­tökum íslenskra hand­verks­brugg­húsa ekk­ert brugg­hús nema Kalda á Árskógs­strönd frá því að selja vín sitt beint frá brugg­húsi, nái frum­varpið fram að ganga, sé allt of hátt. 

ÁTVR telur að frumvarpið í núverandi mynd gæti brotið gegn EES-samningnum.

ÁTVR bendir á að þessi tala, sem notuð er til að skil­greina lítil brugg­hús, sé tekin beint upp úr finnsku áfeng­is­slög­gjöf­inni. Finn­land sé hins vegar mun stærri mark­að­ur. 

„Ef stærð brugg­húsa er sett í sam­hengi við fjölda lands­manna jafn­gildir 500.000 lítra við­mið Finna, sem eru ca. 5.550.000 tals­ins, rétt ríf­lega 31.000 lítra árs­fram­leiðslu hér á landi, miðað við að fjöldi Íslend­inga sé ca. 345.000. Til þess að setja fram­leiðslu­magnið í sam­hengi við stærð ­bjór­mark­að­ar­ins hér á landi skal jafn­framt bent á að á árinu 2020 nam heild­ar­sala á öli að fram­an­greindum styrk­leika 20.581.691 lítrum í öllum vín­búðum ÁTVR. Eftir því sem fram kemur í grein­ar­gerð með fyr­ir­liggj­andi frum­varpi eru á þriðja tug brugg­húsa aðilar að ­Sam­tökum íslenskra hand­verks­bruggs­húsa. Ef tutt­ugu þeirra myndu á einu ári selja allt að 500.000 lítra eigin fram­leiðslu í smá­sölu á grund­velli und­an­þágu­heim­ild­ar­innar næmi heild­ar­sala þeirra allt að 10.000.000 áfeng­is­lítrum, sem sam­svarar hátt í helm­ingi allrar bjór­sölu ÁTVR síð­ast­liðið ár. Því getur varla talist um þrönga und­an­þágu frá ríkis­einka­söl­unni að ræða,“ segir í umsögn ÁTVR.

Krabba­meins­fé­lög leggj­ast ákveðið gegn

Fjöl­margar umsagnir til við­bótar hafa borist, ýmist með eða á móti frum­varp­inu. Krabba­meins­fé­lag Íslands og Krabba­meins­fé­lag höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins leggj­ast gegn sam­þykkt þess og benda á að áfengi sé engin venju­leg vara. 

„Ákvarð­anir stjórn­valda hljóta alltaf að byggja á bestu þekk­ingu. Aug­ljóst er að ekki fer saman að Alþingi leyfi frjáls­ari verslun með áfengi, sem getur meðal ann­ars fjölgað dauðs­föll­um, sjúk­dómum og hækkað kostnað í heil­brigð­is­kerf­inu, á sama tíma og vinna á eftir nýrri íslenskri krabba­meins­á­ætlun og lýð­heilsu­á­ætl­unum með for­varnir að leið­ar­ljósi,“ segir Krabba­meins­fé­lag Íslands í sinni umsögn.

Spyrja hvort kynna þurfi inter­netið fyrir stjórn­völdum

Sam­tök ferða­þjón­ust­unnar (SAF) telja frum­varpið til bóta, en þó ein­ungis „hænu­skref“ í átt að betri fram­kvæmd áfeng­is­sölu á Íslandi. Sam­tökin eru ósátt með þær breyt­ingar sem gerðar hafa verið frá því að frum­varps­drög voru kynnt í sam­ráðs­gátt stjórn­valda síð­asta haust. Þá stóð til að gera heim­ila verslun með áfengi í inn­lendum vef­versl­un­um, en frá því var fallið í end­an­legu frum­varpi.

Auglýsing

Í umsögn SAF er bent á að í dag er heim­ilt að kaupa áfengi í gegnum erlendar vef­versl­anir og í gegnum vef­síðu Vín­búð­ar­inn­ar. Það þarf hins vegar að sækja áfengið sem er verslað í gegnum vef­verslun Vín­búð­ar­inn­ar. Hins vegar er áfengið sem er pantað í gegnum erlendar vef­versl­an­ir af­hent heim að dyrum íslenskra heim­ila.

Smá­brugg­húsið Steðji í Flóka­dal í Borg­ar­firði opn­aði síð­asta haust sína eigin net­verslun og hýsti hana erlend­is. Það end­aði með lög­reglu­máli, sem ekki hefur verið til lykta leitt, sam­kvæmt því sem Kjarn­inn kemst næst. „Við telj­um regl­­urn­ar okk­ar meg­in,“ sagði Dag­­bjart­ur Árel­í­us­son hjá Steðja í sam­tali við Morg­un­blaðið í októ­ber í fyrra.

„Það að vera and­víg frum­varp­inu sem var sett inná sam­ráðs­gátt lýsir hvað stjórn­völd geta verið svifa­sein að átta sig á nútím­anum og stöð­unni eins og hún er. Stundum veltir maður fyrir sér hvort það þurfi að kynna stjórn­völdum þá þróun sem ver­ald­ar­vef­ur­inn hefur borið með sér hvað varðar fram­boð og sölu á vöru og þjón­ust­u,“ segja full­trúar Sam­taka ferða­þjón­ust­unnar í umsögn sinni.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnArnar Þór Ingólfsson
Meira úr sama flokkiInnlent