Ísak til liðs við Val

Ísak Gústafsson í Valstreyjunni í dag.
Ísak Gústafsson í Valstreyjunni í dag. Ljósmynd/Valur

Selfyssingurinn Ísak Gústafsson hefur skrifað undir þriggja ára samning við handknattleiksdeild Vals og gengur til liðs við félagið fyrir næsta keppnistímabil.

Ísak er tvítug hægri skytta sem hefur leikið afar vel með Selfossi á yfirstandandi tímabili. Hefur hann skorað 96 mörk í 19 leikjum í úrvalsdeild karla á tímabilinu.

Þá er Ísak fastamaður í sterku U21-árs landsliði Íslands.

„Ísak verður frábær viðbót við Valsliðið sem ætlar sér áfram að vera í fremstu röð á öllum vígstöðum á komandi árum. Vertu velkominn í Val Ísak,“ sagði meðal annars í tilkynningu frá handknattleiksdeild Vals.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert