Kroos vorkennir Hazard ekkert

Eden Hazard í leik með Real Madríd.
Eden Hazard í leik með Real Madríd. AFP

Toni Kroos, knattspyrnumaður hjá Real Madríd, vorkennir liðsfélaga sínum Eden Hazard ekkert þrátt fyrir að sá síðarnefndi hafi átt afar erfitt uppdráttar hjá liðinu frá því hann var keyptur frá Chelsea sumarið 2019.

Hazard hefur glímt við þrálát meiðsli frá því hann var keyptur á 120 milljónir evra og ekki náð að setja mark sitt á spænska stórveldið.

„Auðvitað er þetta erfið staða, en atvinnumenn í knattspyrnu þurfa ekki samúð. Ég held að Eden eigi ekki slæmt líf.

Þú getur vorkennt fólki sem hefur það miklu verra en hann. Þetta snýst ekki um peninga. Ég vorkenni bara engum í knattspyrnu,“ sagði Kroos í samtali við belgíska miðilinn Eleven Belgium.

Hann bætti því við að Hazard þyrfti sjálfur að axla ábyrgð á tíðum meiðslavandræðum sínum.

„Þetta er erfið staða já og það er langt um liðið. En þegar allt kemur til alls ber hver og einn ábyrgð á eigin aðstæðum.

Ég þekki Eden mjög vel, við erum oft saman. En ég vorkenni fólki sem líður mjög illa og Eden er ekki einn af þeim,“ sagði Kroos einnig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert