Boston ekki sagt sitt síðasta

Jayson Tatum og Jaylen Brown fara yfir málin í nótt.
Jayson Tatum og Jaylen Brown fara yfir málin í nótt. AFP/Maddie Meyer

Boston Celtics heldur sér enn á lífi í úrslitaeinvígi Austurdeildar NBA-deildarinnar í körfuknattleik gegn Miami Heat. Í nótt minnkaði liðið muninn í 3:2 í fimmta leik einvígisins með öruggum 110:97-sigri.

Miami komst í 3:0 og hefur engu liði í sögu NBA-deildarinnar tekist að snúa þeirri stöðu við og vinna 4:3. Boston reynir því að skrifa söguna upp á nýtt.

Í nótt deildu leikmenn Boston stigunum bróðurlega á milli sín þar sem Derrick White var stigahæstur með 24 stig, Marcus Smart kom næstur með 23 og bæði Jayson Tatum og Jaylen Brown skoruðu 21 stig.

Tatum bætti við átta fráköstum og 11 stoðsendingum.

Hjá Miami skoraði Duncan Robinson 18 stig og gaf níu stoðsendingar. Bam Adebayo bætti við 16 stigum og átta fráköstum.

Liðin mætast í sjötta leik aðfaranótt sunnudags.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert