Biðla til Bandaríkjamanna að stöðva innrásina

Mahmud Abbas, forseti Palestínu, á ráðstefnunni í Sádi-Arabíu.
Mahmud Abbas, forseti Palestínu, á ráðstefnunni í Sádi-Arabíu. AFP/Fayez Nureldine

Mahmud Abbas, forseti Palestínu, segir Bandaríkin vera eina land heims sem geti komið í veg fyrir að Ísraelsher ráðist inn í borgina Rafha á Gasa. Hann telur yfirvofandi innrás geta orðið „mestu hörmung í sögu palestínsku þjóðarinnar“.

Þetta kom fram í máli Abbas á ráðstefnu Alþjóðaefnahagsráðsins (WEF) sem fer nú fram í Riyadh í Sádi Arabíu.

Fjöldi leiðtoga eru þar staddir, meðal annars Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna.

„Við biðlum til Bandaríkjanna að biðja Ísrael um að stöðva aðgerðir í Rafha þar sem að Bandaríkin er eina landið sem getur komið í veg fyrir að Ísrael fremji þennan glæp,“ sagði Abbas. 

Sádi-Arabar kölluðu eftir „stöðugleika“ á svæðinu við upphaf ráðstefnunnar og vöruðu við áhrifum stríðsins á efnahagsástand heimsins. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert