Sena tekur yfir Lewis Capaldi-tónleikana

Lewis Capaldi mun koma fram í Laugardalshöll í ágúst.
Lewis Capaldi mun koma fram í Laugardalshöll í ágúst. AFP/Sascha Schuermann

Sena Live hefur tekið yfir tónleika Lewis Capaldi sem fara áttu fram hér á Íslandi á síðasta ári. Reykjavík Live skipulagði tónleikana áður, en þeim var aflýst daginn áður en þeir áttu að fara fram í ágúst 2022. 

Í tilkynningu frá Senu segir að tónleikarnir muni fara fram í Laugardalshöllinni hinn 11. ágúst næstkomandi. Hafa þeir verið færðir úr nýju höllinni yfir í gömlu höllina þar sem hámarksfjöldi gesta er 5 þúsund. 

Enn fremur kemur fram að búið sé að hafa samband við þau sem áttu miða á fyrri tónleikana. 

Forsala á tónleikana hefst á morgun klukkan ellefu en miðar fara í almenna sölu á föstudag klukkan 11. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér finnst kannski að einhver í vinnunni sé að segja þér ósatt og líklega er það rétt mat hjá þér. Mundu að þú ert sjálfur gæddur þeim hæfileikum sem duga þér til árangurs.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér finnst kannski að einhver í vinnunni sé að segja þér ósatt og líklega er það rétt mat hjá þér. Mundu að þú ert sjálfur gæddur þeim hæfileikum sem duga þér til árangurs.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir