Vitum hvers konar liði við mætum

Sverrir Ingi Ingason á fréttamannafundinum í dag.
Sverrir Ingi Ingason á fréttamannafundinum í dag. Ljósmynd/Alex Nicodim

Sverrir Ingi Ingason, varafyrirliði karlalandsliðsins í fótbolta, telur að spennustigið í liðinu fyrir úrslitaleikinn gegn Úkraínu í Wroclaw í Póllandi sé gott.

Sverrir sat fyrir svörum á fréttamannafundi eftir æfingu á Tarczynski-leikvanginum í dag.

„Mér finnst að spennustigið hafi verið mjög fínt hingað til. Við sáum á fyrstu fimmtán mínútunum í leiknum gegn Ísrael að það var mikið undir, við fengum smjörþefinn af því þar, en við vitum að við mætum gríðarlega sterku liði Úkraínumanna á morgun," sagði Sverrir Ingi.

„Við þurfum því að vera sérstaklega tilbúnir fyrstu fimmtán mínúturnar, megum vera viðbúnir því að þeir setji pressu á okkur og við verðum að geta staðist hana. Fundið taktinn í okkar leik í framhaldi af því.

Mér finnst stemningin í hópnum hafa verið mjög góð. Við vitum hvers konar liði við mætum á morgun þannig að við erum vel undirbúnir," sagði Sverrir Ingi.

Sverrir Ingi Ingason hitar upp fyrir æfinguna á Tarczynski-leikvanginum í …
Sverrir Ingi Ingason hitar upp fyrir æfinguna á Tarczynski-leikvanginum í Wroclaw í dag. Ljósmynd/Alex Nicodim
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert