Arnór komið að marki á hálfleiks fresti

Arnór Smárason fagnar einu af fjórum mörkum sínum fyrir Val …
Arnór Smárason fagnar einu af fjórum mörkum sínum fyrir Val í sumar. Ljósmynd/Kristinn Steinn Traustason

Arnór Smárason hefur leikið afar vel fyrir Val í Bestu deild karla í knattspyrnu á tímabilinu og nýtt þær mínútur sem hann hefur fengið afskaplega vel.

Í átta leikjum hefur Arnór skorað fjögur mörk og lagt upp þrjú mörk.

Það sem meira er um vert hefur Arnór aðeins byrjað þrjá af leikjunum átta og spilað alls 326 mínútur.

Það þýðir að hann kemur að marki á um það bil hálfleiks fresti að meðaltali, eða 46 mínútna fresti.

Vakin var athygli á þessu á twitteraðgangnum „Áhugaverðar staðreyndir um íslenska knattspyrnu“ í gærkvöldi eftir að Arnór skoraði eitt marka Vals í 2:1-endurkomusigri á Leikni úr Reykjavík.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert