Enn nokkrar vikur í Rúnar

Rúnar Kárason í leik með ÍBV á tímabilinu.
Rúnar Kárason í leik með ÍBV á tímabilinu. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

Handknattleiksmaðurinn Rúnar Kárason, stórskyttan í liði ÍBV, verður frá í þrjár til fjórar vikur til viðbótar vegna hnémeiðsla.

Rúnar, sem gengur til liðs við uppeldisfélag sitt Fram í sumar, hefur ekkert leikið með Eyjamönnum eftir að keppni í úrvalsdeild karla, Olísdeildinni, hófst að nýju í febrúar eftir HM-hlé.

Í samtali við Handbolta.is greindi Rúnar frá því að hann hafi gengist undir smávægilega aðgerð á hné fyrir tveimur vikum síðan og reikni með því að snúa aftur á keppnisvöllinn eftir þrjár til fjórar vikur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert