Skoruðu aftur 46 mörk

Aron Kristjánsson er kominn með Barein í átta liða úrslit …
Aron Kristjánsson er kominn með Barein í átta liða úrslit Asíumótsins. mbl.is/Hari

Aron Kristjánsson og hans menn í landsliði Barein unnu auðveldan sigur á Hong Kong á Asíumóti karla í handknattleik í Sádi-Arabíu í dag og skoruðu 46 mörk í annað sinn á mótinu.

Staðan í hálfleik var 22:8 og lokatölur 46:20. Barein vann þar með D-riðil mótsins auðveldlega, með fullu húsi stiga og markatölunni 127:53, og er komið í átta liða úrslit ásamt Úsbekistan.

Þá eru Kúveit, Suður-Kórea, Sádi-Arabía og Íran öll komin áfram, Katar er nær öruggt áfram en harður slagur er um síðasta sætið á milli Sameinuðu furstadæmanna, Írak og Óman. Í átta liða úrslitum sem hefjast á laugardag verður leikið í tveimur fjögurra liða riðlum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert