fbpx
Föstudagur 17.maí 2024
Fréttir

Ný #FreeTheNipple bylgja í startholunum vegna Sky Lagoon: Berbrjósta hópferð – „Mætti ég fara svona í Sky Lagoon?“

Máni Snær Þorláksson
Sunnudaginn 18. júlí 2021 11:30

Samsett mynd - Mynd af Sky Lagoon: Valli - Mynd af brjóstum: Facebook-síða Free The Nipple Iceland, hönnun eftir Sunnu Ben

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gær greindi DV frá því að Diljá Sigurðardóttir hafi verið rekin upp úr Sky Lagoon sökum þess að hún var berbrjósta í lóninu. Fréttir um málið hafa vakið mikla athygli á samfélagsmiðlinum Twitter en þar má sjá marga furða sig á skilmálum Sky Lagoon og tvískinnungnum sem í þeim er að finna. 

„Eina sem stóð um klæðaburð sundgesta var að þeir þyrftu að vera í sundfötum, og hey – ég VAR í sundfötum. Ég var ekki í topp, en það stendur heldur ekkert um að neinir gestir þurfi að vera í topp. Ekki var Franz í topp,“ sagði Diljá um málið í gær.

Þegar Diljá og kærasti hennar höfðu verið í lóninu í um það bil hálftíma kom starfsmaður upp að þeim og sagði Diljá að hún þyrfti að vera í bikinítopp. „Ég segi honum að það sé ekkert sem standi um það í skilmálunum, plús að það stangist á við lög á mismuna fólki eftir kyni. Hann nær í framkvæmdarstjórann, sem segir að ég þurfi að fara í topp, annars muni STARFSMENN FYLGJA MÉR UPP ÚR.“

Lesa meira: Diljá var rekin upp úr Sky Lagoon fyrir að vera ber að ofan – „Þvílík. Fokking. Niðurlæging. Ég fór að gráta í miðju lóni“

DV ræddi við Dagný Pétursdóttur, framkvæmdastjóra Sky Lagoon, um málið en hún vildi meina að ekki væri verið að mismuna með skilmálunum. „Við erum svosem ekki að mismuna þannig lagað. Þetta er erfitt því það er mikil nekt,“ sagði Dagný í samtali við blaðamann.

„Það sem við gerðum á sínum tíma þegar við vorum að velja skilmálana var að segja sundföt. Við fórum þennan gullna meðalveg sem okkur fannst við verða að gera. Þetta er dálítið erfitt fyrir rekstraraðila eins og okkur því við erum að taka á móti gestum alls staðar að.  Við erum bæði líka að vernda aðra baðgesti, það eru allir með myndavélar og svoleiðis. Þetta er þessi gullni meðalvegur sem við fórum í sem er bara áhættuminni en hin ákvörðunin sem við hefðum getað tekið.“

Lesa meira: „Við erum svosem ekki að mismuna þannig lagað“ segir framkvæmdastjóri Sky Lagoon eftir að Diljá var rekin úr lóninu fyrir að vera ber að ofan

Sorglegt að #FreeTheNipple er ekki komið lengra en þetta!“

Óhætt er að segja að málið hafi vakið upp miklar umræður á samfélagsmiðlinum Twitter en þar eru margir hissa á að skilmálar Sky Lagoon séu á þessa leið. Fjöldi fólks furðar sig á því að konum er skylt að vera í topp, sérstaklega í ljósi #FreeTheNipple byltingarinnar sem reið yfir landið fyrir 6 árum síðan.

Svo virðist vera sem ný #FreetheNipple bylgja sé í startholunum vegna frétta af málinu en ljóst er að fólk er þreytt á því að þetta sé ennþá vandamál í dag. „Sorglegt að #FreeTheNipple er ekki komið lengra en þetta! Vona innilega að brátt muni Sky Lagoon fyllast af fólki af öllum kynum berum af ofan,“ segir til að mynda einn netverji um málið.

Adda Þóreyjardóttir Smáradóttir, sem kom #FreetheNipple byltingunni af stað hér á landi árið 2015, deilir svo sinni skoðun á málinu á Twitter-síðu sinni.

Berbrjósta hópferð í Sky Lagoon

Leikkonan Saga Garðarsdóttir er einnig á meðal þeirra sem tjá sig um málið en hún leggur til að farið verði í berbrjósta hópferð í lónið. Saga lék í #FreeTheNipple atriði áramótaskaupsins fyrir nokkrum árum þar sem gert var grín að fáránleikanum við það að konur megi ekki vera berar að ofan í sundi. Saga bað netverja um að finna atriðið fyrir sig og deildi því svo áfram.

Fleiri konur taka í sama streng og Saga og segjast ætla að fara berar að ofan í lónið. Íþróttakonan, aktívistinn, áhrifavaldurinn og hlaðvarpsstjórnandinn Edda Falak segir til að mynda að Saga þurfi bara að koma með dagsetningu og þá mæti hún með.

Hér fyrir neðan má svo sjá hvað fleiri Íslendingar hafa um málið að segja á Twitter.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Tommi ómyrkur í máli: Þetta er fólkið sem sagði nei – Banvænt aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar

Tommi ómyrkur í máli: Þetta er fólkið sem sagði nei – Banvænt aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Sigmundur segir skemmdarverk framið á íslenskri tungu og nefnir fjölmörg dæmi

Sigmundur segir skemmdarverk framið á íslenskri tungu og nefnir fjölmörg dæmi
Fréttir
Í gær

Einar Ágúst sneri við blaðinu eftir símtal frá þekktum handrukkara – „Þitt hjartalag á ekki heima hérna“

Einar Ágúst sneri við blaðinu eftir símtal frá þekktum handrukkara – „Þitt hjartalag á ekki heima hérna“
Fréttir
Í gær

Kynntu nýtt borgarhverfi við Kringluna

Kynntu nýtt borgarhverfi við Kringluna
Fréttir
Í gær

169 einstaklingar sem finnast ekki

169 einstaklingar sem finnast ekki
Fréttir
Í gær

Þetta er fanginn sem var frelsaður – Móðir hans í sjokki

Þetta er fanginn sem var frelsaður – Móðir hans í sjokki