Enginn Tiger á næsta stórmóti

Tiger Woods er að jafna sig eftir aðgerð á ökkla.
Tiger Woods er að jafna sig eftir aðgerð á ökkla. AFP/Ross Kinnaird

Tiger Woods verður ekki á meðal keppenda á Opna bandaríska meistaramótinu í golfi sem fram fer í Los Angeles dagana 15.-18. júní.

Það er BBC sem greinir frá þessu en Tiger, sem er 47 ára gamall, er að jafna sig eftir að hafa gengist undir aðgerð vegna ökklameiðsla í síðasta mánuði.

Tiger þurfti einnig að draga sig úr keppni á Masters-mótinu í síðasta mánuði og þá var hann ekki með á PGA-meistaramótinu um síðustu helgi.

Hann hefur lítið keppt síðan hann lenti í bílslysi fyrir tveimur árum síðan en alls hefur hann fagnað sigri á 15 risamótum á ferlinum, næst oftast allra kylfinga.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert