Össur með langflest einkaleyfi

Flestar einkaleyfaumsóknirnar hafa komið frá Össuri undanfarinn áratug.
Flestar einkaleyfaumsóknirnar hafa komið frá Össuri undanfarinn áratug. Ljósmynd/Aðsend

Össur átti mikinn meirihluta allra íslenskra einkaleyfisumsókna sem fóru til Evrópu og Bandaríkjanna síðustu ellefu árin, eða samtals 349 af 554 umsóknum. Formaður Hugverkastofu segir að hér sé hægt að gera lífvísindi að meginstoð í íslensku efnahagslífi. 

Í nýútgefinni skýrslu Hugverkastofunnar má sjá að þegar vítt er litið yfir sviðið stendur Ísland sig vel við vernd lífvísindauppfinninga með einkaleyfisumsóknum og er Ísland meðal þeirra landa sem hefur flestar einkaleyfisumsóknir í hlutfalli við fólksfjölda. Í skýrslunni kemur einnig fram að 63% einkaleyfisumsókna íslenskra líftæknifyrirtækja í Evrópu og Bandaríkjunum seinustu ár koma frá einu fyrirtæki, Össuri.  

  

Össur er með lang flestar umsóknir íslenskra fyrirtækja um einkaleyfi …
Össur er með lang flestar umsóknir íslenskra fyrirtækja um einkaleyfi í Evrópu og Bandaríkjunum. Graf/Hugverkastofan

 

Í skýrslu sem stofnunin kynnti í morgun eru teknar saman upplýsingar um fjölda íslenskra einkaleyfisumsókna á sviði lífvísinda til til Evrópsku einkaleyfastofunnar (EPO) og Bandarísku einkaleyfa- og vörumerkjastofunnar (USPTO) og þær bornar saman við önnur lönd. 

Alls 349 umsóknir

Heilbrigðistæknifyrirtækið Össur sendi alls 349 einkaleyfisumsóknir til EPO og USPTO á árabilinu 2010 til 2021 og var Össur það lífvísindafyrirtæki á Íslandi sem sótti um langflest einkaleyfi á tímabilinu. Þegar horft er til annarra sviða en heilbrigðisgeirans, þar sem meðal annars falla undir líftæknisvið, matvælafræðisvið og lyfjageirinn, má þó sjá að einkaleyfisumsóknir frá Íslandi séu nokkuð fáar ef miðað er við önnur lönd.  

Actavis með næstflestar umsóknir

Actavis sótti um næstflest einkaleyfi með 53 umsóknir og deCODE þar á eftir með 52 umsóknir. Samkvæmt tilkynningu á vef Hugverkastofunnar gefa niðurstöður skýrslunnar í skyn að lífvísindafyrirtæki á landinu þurfi að huga betur að einkaleyfavernd og að möguleikar séu á sókn á lífvísindasviði hér á landi.  

Borghildur Erlingsdóttir, forstjóri Hugverkastofunnar telur það eftirsóknarvert að efla lífvísindageirann hér á landi og ber Ísland saman Danmörku sem hefur á seinasta rúma áratug þrefaldað útflutning fyrirtækja á lífvísindasviði. Segir hún að hér á landi séu góðar aðstæður til þess að gera lífvísindi að meginstoð í íslensku efnahagslífi. „Hér á landi eru góðar aðstæður til að feta í fótspor Dana og gera lífvísindi að meginstoð í íslensku efnahagslífi. Til þess þarf meðal annars að huga vel að vernd hugverkaréttinda og mögulega þarf til þess aukinn opinberan stuðning við einkaleyfisumsóknir lítilla og meðalstórra fyrirtækja.“ 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK