Dóra Björt aftur fram í borginni

Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata.
Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata. Ljósmynd/Aðsend

Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata, ætlar aftur að gefa kost á sér í komandi borgarstjórnarkosningum. Þetta kom fram í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í dag. 

Allir oddvitar meirihlutans aftur fram

Dóra hefur gegnt embætti oddvita Pírata á yfirstandandi kjörtímabili og ætlar aftur að gefa kost á sér í fyrsta sæti. Ásamt því að vera oddviti flokksins sinnti Dóra Björt formennsku í mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráði Reykjavíkur.

Sveitarstjórnarkosningarnar verða haldnar þann 14. maí. Eftir þessa tilkynningu Dóru er ljóst að allir oddvitar meirihlutans munu gefa kost á sér í kosningunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert