Mynd: Bára Huld Beck Ragnar Þór Ingólfsson
Mynd: Bára Huld Beck

Fjármálaeftirlitið segir lífeyrissjóðum að skýra hvort, hvernig og við hvaða aðstæður megi sparka stjórnarmönnum

Ætluð skuggastjórnun á lífeyrissjóðum hefur verið mikið til umræðu á síðustu árum. Verkalýðshreyfingin hefur ásakað atvinnulífið um hana og öfugt. Nú hefur Fjármálaeftirlitið komist að þeirri niðurstöðu að það skorti skýrleika í samþykktum 13 af 15 lífeyrissjóða sem skoðaðir voru um hvenær sé hægt afturkalla umboð stjórnarmanna sem eiga að heita sjálfstæðir í störfum sínum.

Fjár­mála­eft­ir­lit Seðla­banka Íslands hefur kom­ist að þeirri nið­ur­stöðu að skýr­leika skorti í sam­þykktum 13 af 15 líf­eyr­is­sjóða sem það tók til athug­unar um hvort mögu­legt væri að aft­ur­kalla umboð stjórn­ar­manna og hvernig staðið skyldi að slíkri aft­ur­köll­un. Af þeim sökum telur Fjár­mála­eft­ir­litið að ekki sé „fylli­lega tryggt að starf­semi þeirra gæti talist eðli­leg, heil­brigð og traust[...]ef til ágrein­ings kæmi vegna túlk­unar á ákvæðum sam­þykkta líf­eyr­is­sjóð­anna.“

Í ljósi nið­ur­stöð­unnar hefur Fjár­mála­eft­ir­litið farið fram á að umræddir 13 líf­eyr­is­sjóðir taki sam­þykktir sínar til end­ur­skoð­unar á næsta skipu­lagða árs­fundi, þannig að skýrt verði með óyggj­andi hætti hvort, hvernig og við hvaða aðstæður umboð stjórn­ar­manna yrði aft­ur­kall­að. 

Auglýsing

Í fram­hald­inu mun Fjár­mála­eft­ir­litið taka breyttar sam­þykktir líf­eyr­is­sjóð­anna til skoð­un­ar.

Þetta kemur fram í til­kynn­ingu sem birt er á vef Seðla­banka Íslands í dag. Þar er ekki til­greint hvaða líf­eyr­is­sjóðir það eru sem þurfa að end­ur­skoða sam­þykktir sín­ar.

Ásak­anir um skugga­stjórnun

For­saga máls­ins er sú að Fjár­mála­eft­ir­litið hefur haft til skoð­unar hvort sam­þykktir líf­eyr­is­sjóða tryggi nægi­lega vel sjálf­stæði þeirra sem skip­aðir eru í stjórn líf­eyr­is­sjóð­anna. Sú skoðun er til komin vegna ákvörð­unar stétt­ar­fé­lags­ins VR, stærsta stétt­ar­fé­lags lands­ins, að skipa nýja stjórn­ar­menn í Líf­eyr­is­sjóð verzl­un­ar­manna sum­arið 2019.  Það var gert eftir að stjórn VR hafði lýst yfir trún­­að­­ar­bresti gagn­vart stjórn­­­ar­­mönnum félags­­ins hjá sjóðnum vegna sam­­þykktar stjórnar hans um hækkun breyt­i­­legra vaxta verð­­tryggðra sjóð­­fé­laga­lána. Sú hækkun reynd­ist síðar hafa verið óheimil sam­kvæmt ákvörðun Neyt­enda­stofu.  

Guð­rún Haf­steins­dótt­ir, þáver­andi vara­for­maður stjórnar og núver­andi stjórn­ar­for­maður Líf­eyr­is­sjóðs verzl­un­ar­manna fyrir hönd Sam­taka atvinnu­lífs­ins, sagði við mbl.is í kjöl­farið að hún sæi ekki hvernig Fjár­mála­eft­ir­litið ætl­aði að sitja hjá í mál­inu „því að þarna er ut­an­að­kom­andi aðili far­inn að vasast í ákvörð­unum stjórn­­­ar sem að hann hef­ur ekk­ert vald til að gera. Hann hef­ur ekki boð­­vald gagn­vart stjórn­­­­­ar­­­mönn­um sem að hann skip­ar í þessa stjórn, það er al­­­veg á hrein­u.“ 

Guðrún Hafsteinsdóttir gagnrýndi ákvörðun VR um að skipta út stjórnarmönnum sínum.
Mynd: Samtök iðnaðarins

Ragnar Þór Ing­ólfs­son, for­maður VR, setti stöðu­upp­færslu á Face­book 21. júní 2019 þar sem hann svar­aði þessum aðfinnslum og sagði að lengi hafi verið rök­studdur grunur um skugga­stjórnun af hálfu fyrr­ver­andi stjórn­ar­manna úr röðum Sam­taka atvinnu­lífs­ins og því væri bros­legt að slíkar ásak­anir kæmu úr röðum þeirra sem líf­eyr­is­sjóð­irnir hafi raun­veru­lega þjón­að. „Þessi hörðu við­brögð koma ekki á óvart í ljósi þess að krafa okkar í verka­lýðs­hreyf­­ing­unni er að sjóð­irnir starfi með sið­­ferð­is­­legri sjón­­­ar­mið að leið­­ar­­ljósi og taki hag almenn­ings (allra sjóð­­fé­laga) fram­yfir taum­­lausa græðgi og þjónkun við fjár­­­mála­­kerf­ið.“

Fjár­mála­eft­ir­litið sendir dreifi­bréf

Fjár­mála­eft­ir­litið brást við og sendi frá sér dreifi­bréf 3. júlí 2019 til allra líf­eyr­is­sjóða þar sem fram kom að aft­­ur­köllun á til­­­nefn­ingu stjórn­­­ar­­manna sjóða vega að sjálf­­stæð­i ­stjórn­a þeirra og að aft­­ur­köllun á til­­­nefn­ingu stjórn­­­ar­­manna sjóða, sem byggi á ósætti til­­­nefn­ing­­ar­að­ila við ein­stakar ákvarð­­anir stjórn­­­ar, geti talist til­­raun til beinnar íhlut­unar í stjórnun líf­eyr­is­­sjóða, sem með óbeinum hætti færir ákvörð­un­­ar­­valdið frá stjórn líf­eyr­is­­sjóða. „Slíkt vegur að sjálf­­­­stæði stjórnar og gengur í ber­högg við almenn sjón­­­­­­­ar­mið um góða stjórn­­­­­­­ar­hætt­i,“ sagði í dreifi­bréf­inu.

Auglýsing

Ragnar Þór brást við bréf­inu með því að segja að inni­hald þess stað­festi að það væri ekk­ert sem banni þeim að skipta út full­trúum í stjórn líf­eyr­is­sjóða. 

Þar lá málið um tíma, eða þangað til að hluta­fjár­út­boð var haldið í Icelandair Group í sept­em­ber í fyrra. 

Sam­tök atvinnu­lífs­ins senda erindi

Þann 1. júlí 2020 sendi stjórn VR frá sér yfir­lýs­ingu þar sem hún beindi þeim til­mælum til þeirra stjórn­ar­manna sem VR skipar í stjórn Líf­eyr­is­­sjóðs verzl­un­ar­manna að snið­­ganga eða greiða atkvæði gegn þátt­­töku í yfir­vof­andi hluta­fjár­­út­­­boði Icelanda­ir. Það var meðal ann­ars gert á grund­velli þess að Icelandair Group hafði sama dag ákveðið að hætta við­ræðum við Flug­­freyju­­fé­lag Íslands og leita eftir samn­ingum við annan samn­ings­að­ila á hinum íslenska vinn­u­­mark­aði um fram­­tíð­­ar­­kjör örygg­is- og þjón­ust­u­liða hjá félag­inu. Öllum flug­­freyjum og flug­­­þjónum yrði sagt upp og þess í stað áttu flug­­­menn að taka að sér störf örygg­is­liða um borð tíma­bund­ið. Sam­tök atvinnu­lífs­ins lýstu yfir stuðn­ingi við ákvörðun Icelanda­ir. 

Halldór Benjamín Þorbergsson er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Mynd: Bára Huld Beck

Þessi ákvörðun var síðar aft­ur­kölluð og samn­ingar náð­ust milli deilu­að­ila. 

Sam­tök atvinnu­lífs­ins ákváðu hins vegar að senda erindi til Fjár­mála­eft­ir­lits Seðla­banka Íslands þar sem þess var óskað að það myndi grípa „til taf­ar­lausra aðgerða, umfram almenn til­mæli til hags­muna­að­ila almennt, til að standa vörð um sjálf­stæði sjóðs­ins og hag sjóðs­fé­laga og þannig tryggja að fag­lega verði staðið að fjár­fest­inga­á­kvörð­unum í sam­bandi við hluta­fjár­út­boð Icelanda­ir.“

Skortur á skýr­leika

Í sept­em­ber fór hluta­fjár­út­boð Icelandair Group svo fram og félagið náði mark­miði sínu, að safna allt að 23 millj­örðum krónum í nýtt hluta­fé. Líf­eyr­is­sjóður verzl­un­ar­manna tók ekki þátt í útboð­inu. Ákvörðun um það féll á jöfnum atkvæð­um.

Í sama mán­uði brást Fjár­mála­eft­ir­litið við beiðni Sam­taka atvinnu­lífs­ins og óskaði eftir upp­lýs­ingum frá öllum líf­eyr­is­sjóðum um hvort þeir hefðu lagt mat á sam­þykktir sínar með hlið­sjón af fram­an­greindum sjón­ar­mið­um. Í kjöl­far yfir­ferðar á þeim upp­lýs­ingum og sam­þykktum líf­eyr­is­sjóða hóf Fjár­mála­eft­ir­litið athugun á sam­þykktum 15 líf­eyr­is­sjóða.

Auglýsing

Þeirri athugun er nú lokið með þeirri nið­ur­stöðu að það skorti á skýr­leika í sam­þykktum 13 líf­eyr­is­sjóða um hvort mögu­legt sé að aft­ur­kalla umboð stjórn­ar­manna og hvernig staðið skyldi að slíkri aft­ur­köll­un. 

Það virð­ist því vera að ekk­ert í sam­þykktum sjóð­anna 13 stæði í vegi fyrir því að skipt væri um stjórn­ar­menn, og þess vegna fer Fjár­mála­eft­ir­litið fram á að sjóð­irnir end­ur­skoði sam­þykktir sínar til að skýra það með óyggj­andi hætti „hvort, hvernig og við hvaða aðstæður umboð stjórn­ar­manna yrði aft­ur­kall­að“.

Í fram­hald­inu mun Fjár­mála­eft­ir­litið taka breyttar sam­þykktir líf­eyr­is­sjóð­anna til skoð­un­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar