Kolbeinn á leið til Lyngby

Kolbeinn Birgir Finnsson í leik með U21-árs landsliðinu í lokakeppni …
Kolbeinn Birgir Finnsson í leik með U21-árs landsliðinu í lokakeppni EM í Ungverjalandi síðasta sumar. Ljósmynd/Szilvia Micheller

Knattspyrnumaðurinn Kolbeinn Birgir Finnsson er samkvæmt heimildum mbl.is að ganga til liðs við Frey Alexandersson og lærisveina hans í danska úrvalsdeildarliðinu Lyngby.

Kolbeinn hefur verið á mála hjá þýska stórliðinu Dortmund síðan sumarið 2019 og hefur leikið með varaliði félagsins, Dortmund II, í þýsku C-deildinni.

Hjá Lyngby kemur Kolbeinn til með að hitta fyrir auk Freys, sóknarmennina Sævar Atla Magnússon og Alfreð Finnbogason.

Uppfært kl. 21:54: Danski miðillinn B.T. greinir einnig frá því að Lyngby sé að kaupa Kolbein af Dortmund.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert