Toni Minichiello sekur um óviðeigandi hegðun

Toni Minichiello árið 2012 meðan hann þjálfaði Jessica Ennis-Hill.
Toni Minichiello árið 2012 meðan hann þjálfaði Jessica Ennis-Hill. AFP/Adrian Dennis

Toni Minichiello fer í lífstíðar bann frá þjálfun á vegum frjálsíþróttasambands Bretlands eftir að hafa káfað á konum sem hann þjálfaði. 

Hin 56 ára gamli Toni Minichiello hefur fengið markar nafnlausar ásakanir frá konum sem hann hefur þjálfað í um 15 ár og þar af eru 11 alvarleg brot eftir rannsókn af óháðum aðilum og voru brot hans meðal annars:

- Koma með óviðeigandi kynferðislegar athugasemdir og látbragð.

- Hann virti ekki rétt íþróttamannanna til einkalífs með því að koma með uppáþrengjandi fyrirspurnir og persónulegar athugasemdir um persónulegt líf þeirra. Eins og að segja einni að giftast aldrei og aldrei eignast börn og spyrja aðra hvort hún hafi stundað kynlíf í ræktinni. 

- Óviðeigandi og óvelkomnar snertingar meðal annars snerta brjóst tveggja kvenna og líkja eftir kynlífi.

- Vera með óviðeigandi og stundum árásargjarnri hegðun, leggja í einelti og andlegt ofbeldi.

Samkvæmt The Guardian og BBC en Minichiello er þekktur þjálfari í frjálsíþróttum í Bretlandi og meðal annars var hann valinn þjálfari ársins árið 2012 eftir að Jessica Ennis-Hill sem hann þjálfaði varð ólympíumeistari í sjöþraut í London. Ennis-Hill er ekki sögð vera ein þeirra sem hann braut á.

Frjálsíþróttasamband Bretlands mun aldrei koma til með að endurnýja þjálfaraleyfi hans sem er útrunnið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert