13 milljóna króna hagnaður varð af rekstri Yrsu Sigurðardóttur ehf., félags samnefnds rithöfundar utan um bókaútgáfu, í fyrra. Árið áður nam hagnaður 21 milljón.

Tekjur félagsins, sem samanstóðu af höfundarlaunum, námu 30 milljónum króna og drógust saman um þriðjung frá fyrra ári. Eignir námu 57 milljónum króna, skuldir 34 milljónum og eigið fé 23 milljónum króna í lok síðasta árs.

Stjórn félagsins leggur til að greiddur verði út 10 milljóna króna arður til hluthaf á þessu ári vegna síðasta árs.

Fréttin birtist í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins.