Dregur sig úr landsliðshópnum

Ólafur Andrés Guðmundsson í leik með landsliðinu síðasta sumar.
Ólafur Andrés Guðmundsson í leik með landsliðinu síðasta sumar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ólafur Andrés Guðmundsson, leikmaður íslenska karlalandsliðsins í handknattleik og fyrirliði Kristianstad, hefur þurft að draga sig úr íslenska landsliðshópnum vegna meiðsla en þetta staðfesti hann í samtali við handbolti.is.

Íslenska karlalandsliðið mætir Litháen 4. nóvember og Ísrael 8. nóvember í undankeppni EM 2022 en báðir leikirnir fara fram hér á landi í Laugardalshöllinni.

Ólafur tognaði aftan í læri í leik Kristianstad og Guif í sænsku úrvalsdeildinni um síðustu helgi og getur því ekki tekið þátt í landsliðsverkefnunum.

„Um er að ræða litla tognun aftan í læri. Vonandi verð ég ekki lengur en tvær vikur frá,“ sagði Ólafur Andrés í samtali við handbolti.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert