Engin formleg verðlaunaafhending fyrir kvennalið Barcelona

Alexia Putellas, besta knattspyrnukona heims, er á meðal leikmanna Barcelona …
Alexia Putellas, besta knattspyrnukona heims, er á meðal leikmanna Barcelona en er meidd sem stendur. AFP/Lluis Gene

Barcelona hafði í gær betur gegn Real Sociedad í leik liðanna um meistara meistaranna í knattspyrnu kvenna.

Leiknum lauk með öruggum 3:0-sigri Börsunga með tveimur mörkum frá Aitönu Bonmati og einu frá Asisat Oshoala.

Athygli vakti eftir leik að engin formleg verðlaunaafhending fór fram þar sem leikmenn Barcelona sóttu einfaldlega verðlaunapeninga sína í öskju á borði.

Þykir það til marks um að kvennaknattspyrna sitji ekki enn við sama borð og karlaknattspyrna.

Á Twitter-aðgangi útvarpsþáttarins Carrusel Deportivo, á spænsku útvarpsstöðinni Cadena SER, var vakin athygli á þessu með myndskeiði:

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert