Völsungur skaust upp í þriðja sætið

Nikkia Benitez úr Völsungi blokkar smass frá Eldeyju Hrafnsdóttur í …
Nikkia Benitez úr Völsungi blokkar smass frá Eldeyju Hrafnsdóttur í leiknum á Húsavík í gær. Ljósmynd/Völsungur

Völsungur komst í þriðja sætið í úrvalsdeild kvenna í blaki í gær með því að sigra Þrótt úr Reykjavík, 3:1, á heimavelli sínum á Húsavík. 

KA er með 20 stig, Álftanes 17, Völsungur 16 og Afturelding 15 stig í fjórum efstu sætum deildarinnar.

Þróttur var yfir nánast alla fyrstu hrinuna þar til Völsungur jafnaði undir lokin í 24:24 og vann að lokum 26:24.

Völsungur vann aðra hrinu 25:22, Þróttur þá þriðju 25:19 og Völsungur tryggði sér sigurinn með því að vinna fjórðu hrinu örugglega, 25:13.

Stigahæstar í liði Völsungs voru Nikkia Benitez með 17 stig og Shelby Pullins með 13 og í liði Þróttar var það Eldey Hrafnsdóttir með 14 stig og Arna Védís Bjarnadóttir með 9.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert