Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Telma Tómasson les fréttir klukkan 18:30.
Telma Tómasson les fréttir klukkan 18:30. stöð 2

Fjármálaráðherra segir afleiðingarnar af hruni banka erlendis enn að koma í ljós. Styrkur íslenska fjármálakerfisins og viðnámsþrótturinn sé mjög mikill og hefur hann ekki áhyggjur, þó málið gæti haft einhver áhrif hér á landi.

Breytingar urðu á stjórn Vinstri grænna á Landsfundi flokksins í dag. Forsætisráðherra og formaður flokksins segir áhuga Landsfundargesta ákveðna vítamínsprautu fyrir hreyfinguna sem hefur glímt við erfið mál að undanförnu. Nýjar stefnur í málefnum fatlaðs fólks og í orkumálum voru meðal annars afgreiddar í dag.

Við ræðum við Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur í beinni útsendingu um kvennaþing sem fram fór í dag.

Íbúar á höfuðborgarsvæðinu eru nú beðnir um að aðgreina plast í fjóra flokka og skila á endurvinnslustöðvar Sorpu sem netverjar hafa sumir býsnast yfir og segja flokkun orðna allt of flókna. Þróunarstjóri Sorpu segir að félagið hafi verið eftirbátur í endurvinnslu og að töluverðar breytingar séu í farvatninu.

Þá kíkjum við í Laugardalshöll þar sem húsfylli var á kynningu á iðn- og verkgreinanámi og segjum frá heldur óvenjulegri messu sem fram fer í stærsta fjósi Suðurlands á morgun.

Þetta og fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 á slaginu klukkan 18:30.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×