Kalt heimskautaloft myndar skúraklakka og eldingar

Eldingar verða er heitt loft rís og myndar skúraklakka.
Eldingar verða er heitt loft rís og myndar skúraklakka. mbl.is/Rax

Síðustu daga hefur kalt heimskautaloft borist til landsins frá Kanada með þeim afleiðingum að eldingar á vesturhelmingi landsins hafa mælst í athugunarkerfi Veðurstofunnar.

Einhverjir íbúar á Akranesi vöknuðu til að mynda upp við þrumur og eldingar aðfaranótt sunnudags og líklegt að íbúar á Suðurlandi hafi einnig orðið varir við eldingar seinnipart sunnudags.

Eldingar síðustu daga stafa af köldu heimskautalofti sem berst frá Kanada. Þegar það kemur inn á hafsvæðið milli Íslands og Grænlands, við suðvesturendann, og loft hitnar að neðan, þá rís það og myndar skúraklakka, að sögn veðurfræðings á Veðurstofunni.

Veðurvefur mbl.is

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert