Smit í Síðuskóla á Akureyri

Smit hefur greinst á frístundaheimili skólans.
Smit hefur greinst á frístundaheimili skólans. mbl.is/Þorgeir

Starfsmaður í frístund í Síðuskóla greindist með kórónuveiruna í gær og hafa starfsmenn og börn í frístundinni sem útsett voru fyrir smiti verið send heim í úrvinnslusóttkví. Verður því frístund í Síðuskóla lokuð út vikuna. Enn er óvíst hver uppruni smitsins er en smitrakning er í fullum gangi.

Starfsfólk, nemendur og foreldrar þeirra eru beðnir að fylgjast vel með því hvort fram komi smiteinkenni og er bent á að hafa samband við heilsugæslu ef grunur vaknar um smit, að því er Ragnar Hólm Ragnarsson, aðstoðarmaður bæjarstjóra, skrifar í upplýsingapósti til foreldra.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert