Stígur ekki aftur á svið undir stjórn pabba

Britney Spears vill ekki stíga á svið fyrr en hún …
Britney Spears vill ekki stíga á svið fyrr en hún hefur losnað við föður sinn. AFP

Tónlistarkonan Britney Spears ætlar ekki að stíga aftur á svið á meðan hún er undir stjórn föður síns. Faðir hennar, Jamie Spears, hefur verið lögráðamaður hennar frá 2008 en tónlistarkonan hefur reynt að losna undan honum undanfarin tvö ár. 

Spears sagði frá þessu í langri færslu á Instagram um helgina en hún hefur tjáð sig mun meira um sjálfræðismál sín undanfarinn mánuð. 

„Þetta hefur drepið alla mína drauma. Allt sem ég hef er von,“ sagði Spears í færslu sinni. „Ég mun ekki stíga aftur á neitt svið á næstu misserum á meðan pabbi minn hefur eitthvað um það að segja hverju ég klæðist, hvað ég segi eða hugsa,“ hélt hún áfram. Hún hefur ekki stigið á svið síðan síðla árs 2018. 

Britney Spears á sviðinu á VMA MTV verðlaunahátíðinni árið 2016.
Britney Spears á sviðinu á VMA MTV verðlaunahátíðinni árið 2016. AFP

„Ég vil miklu frekar deila myndböndum, já, úr stofunni heima hjá mér frekar en frá sviðinu í Vegas. Ég ætla ekki að mála mig og reyna, reyna, reyna á sviðinu aftur, því ég myndi ekki geta gert það af innlifun með lögin mín endurhljóðblönduð ár eftir ár,“ sagði Spears. 

Í færslunni sagðist hún aftur ekki vera hrifin af því í hvaða ljósi heimildarmyndir um lögráðamál hennar sýndu hana. Í þeim myndum var upphaf ferils hennar rifjað upp sem og árin rétt áður en hún veiktist. Spears finnst umfjöllunin niðurlægjandi og segist vera löngu komin yfir þessi ár.

Spears bar vitni fyrir dómara í síðasta mánuði og greindi þar frá því að hún hefði verið látin taka lyf, neydd til að koma fram á sviði og að komið hefði verið í veg fyrir að hún eignaðist fleiri börn. Mál hennar hefur verið efst á baugi síðan þá.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gamall vinur gefur þér góð ráð í dag. Dragðu djúpt andann og veltu því fyrir þér, hvaða breytingar þú vilt gera.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gamall vinur gefur þér góð ráð í dag. Dragðu djúpt andann og veltu því fyrir þér, hvaða breytingar þú vilt gera.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir