Sömuleiðis skiptu fjórir miðahafar með sér bónusvinningnum og fær hver þeirra rúmlega 151 þúsund krónur í sinn hlut. Einn miði var keyptur í Lottó-appinu og hinir þrír keyptir á lotto.is.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Íslenskri getspá en fjórir miðahafar voru með annan vinning í Jóker og fá 100 þúsund krónur hver. Miðarnir voru keyptir í Ísseli, Smáratorgi 1 í Kópavogi, Lottó appinu og tveir miðar voru í áskrift.