Grunaðir um framleiðslu ofskynjunarefnis

Lögreglan framkvæmdi umfangsmikla rannsókn vegna gruns um framleiðslu á DMT …
Lögreglan framkvæmdi umfangsmikla rannsókn vegna gruns um framleiðslu á DMT ofskynjunarlyfi. Ljósmynd/mbl.is

Þrír menn eru í gæsluvarðhaldi vegna gruns um framleiðslu á ofskynjunarefninu DMT, samkvæmt heimildum RÚV. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu framkvæmdi umfangsmikla rannsókn vegna málsins og hefur húsleit farið fram á fjölmörgum stöðum. Nokkrir eru með réttarstöðu sakbornings. 

Heimildir RÚV herma að hugsanlega verði boðað til fundar bráðlega til að upplýsa um málið. Ekki er vitað til þess að framleiðsla á DMT hafi áður fundist á Íslandi.

DMT (N,N-Dímethýltryptamín) er ofskynjunarefni sem m.a. er að finna í suður-ameríska seyðinu Ayahusca sem ættbálkar í Amazon skóginum hafa notað um árabil í athöfnum. 

Yfirheyrslur á byrjunarstigi

Yfirheyrslur yfir mönnunum eru nú á byrjunarstigi. Þeir voru færðir í gæsluvarðhald seint í gærkvöldi. Einn gæsluvarðhaldsúrskurður hefur verið kærður til Landsréttar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert