Handbolti

Hornabræður í Mosfellsbæinn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Leó Snær Pétursson og Andri Þór Helgason sameina krafta sína í Aftureldingu næstu tvö árin.
Leó Snær Pétursson og Andri Þór Helgason sameina krafta sína í Aftureldingu næstu tvö árin. afturelding

Hornamennirnir Leó Snær Pétursson og Andri Þór Helgason hafa samið við bikarmeistara Aftureldingar í handbolta til tveggja ára.

Leó kemur frá Stjörnunni og Andri frá Gróttu. Þeir eru báðir uppaldir hjá HK og urðu Íslandsmeistarar með liðinu 2012.

Afturelding varð bikarmeistari á síðasta tímabili og komst í undanúrslit um Íslandsmeistaratitilinn. Mosfellingar ætla sér greinilega að fara enn betur á næsta tímabili og hafa samið við Þorvald Tryggvason og Birgi Stein Jónsson.

Leó, sem leikur í hægra horni, skoraði 51 mark í þrettán leikjum í Olís-deildinni í vetur. Vinstri hornamaðurinn Andri skoraði fjörutíu mörk í 22 leikjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×