Messi og félagar með fullt hús

Lautaro Martinez skoraði eitt og lagði upp annað.
Lautaro Martinez skoraði eitt og lagði upp annað. AFP

Argentína er með fullt hús stiga í undankeppni Suður-Ameríku um sæti á lokamóti HM í Katar veturinn 2022 eftir 2:1-útisigur á Bólivíu í kvöld. 

Marcelo Moreno kom Bólivíu óvænt yfir á 24. mínútu en Lautaro Martínez jafnaði í blálok fyrri hálfleiks og var staðan í leikhléi því 1:1. Þannig var hún allt fram á 79. mínútu þegar varamaðurinn Joaquín Correa skoraði sigurmark eftir stoðsendingu Martínez. 

Vann Argentína 1:0-sigur á Ekvador í fyrstu umferðinni og er fyrsta liðið til að fagna tveimur sigrum í undankeppninni til þessa. 

Fjög­ur efstu liðin í Suður-Am­er­íku kom­ast beint á HM 2022 en fimmta liðið fer í um­spil. Í síðustu leikj­un­um í annarri um­ferðinni mæt­ast Ekvador - Úrúgvæ, Venesúela - Paragvæ, Perú - Brasilía og Síle og Kólumbía í nótt. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert