Minnesota niðurlægði meistarana

Nikola Jokic í strangri gæslu Kyle Anderson og Karl-Anthony Towns.
Nikola Jokic í strangri gæslu Kyle Anderson og Karl-Anthony Towns. AFP/MATTHEW STOCKMAN

Minnesota Timberwolves lagði Denver Nuggets 106:80 á heimavelli Denver í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í nótt. Timberwolves eru 2:0 yfir þegar einvígið færist til Minneapolis.

Varnarleikur Minnesota liðsins er aðalsmerki liðsins og Denver átti í mestu erfiðleikum að búa sér til skotfæri. Turnarnir Karl Anthony-Towns og Rudy Gobert hafa lokað fyrir öll opin skot nálægt körfunni í úrslitakeppninni en Timberwolves eru ósigraðir í sex leikjum eftir lok deildarkeppninnar.

Anthony-Towns og Anthony Edwards voru stigahæstir í liði Timberwolves með 27 stig en Towns tók 12 fráköst að auki. 

Hjá Denver var Aaron Gordon stigahæstur með 20 stig en stórstjarnan Nikola Jokic skoraði einungis 16 stig og tók 16 fráköst. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert