Íhuga að spila saman í sumar

Rafael Nadal íhugar að spila tvíliðaleik með Carlos Alcaraz í …
Rafael Nadal íhugar að spila tvíliðaleik með Carlos Alcaraz í sumar. AFP/Thomas COEX

Spænsku tennis stjörnurnar Carlos Alcaraz og Rafael Nadal hafa rætt möguleikann að spila saman tvíliðaleik á Ólympíuleikunum í París í sumar. 

Alcaraz er þriðji á heimslistanum og hefur unnið bæði US Open og Wimbledon titla og Rafael Nadal er einn sigursælasti tennisleikari sögunnar. Nadal er 37 ára og hefur glímt við meiðsli undanfarin misseri en hann á Ólympíugull í bæði einliða- og tvíliðaleik.

Carlos Alcaraz er þriðji á heimslistanum
Carlos Alcaraz er þriðji á heimslistanum AFP/Thomas COEX

„Það væri gott fyrir okkur og ég held að það yrði gott fyrir spænska liðið, við sjáum til hvað verður“ sagði Nadal í hlaðvarpi Madrid Open á dögunum.

Alcaraz og Nadal yrðu eitt best mannaða tvíliðaleiks lið sögunnar ef af verður en tenniskeppni Ólympíuleikana verður spiluð frá 27. júlí til 4. ágúst í sumar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert