Árásarmaðurinn fannst látinn

Lögreglan rannsakar vettvang glæpsins.
Lögreglan rannsakar vettvang glæpsins. AFP/Eric Thayer

Maðurinn sem leitað var að vegna skotárásar á skemmtistað í almenningsgarðinum Monterey í bandaríska ríkinu Kaliforníu í gær er látinn.

Eftir að lögreglan hafði rakið ferðir hans inn í hvítan sendiferðabíl heyrðist skothvellur þegar lögreglumenn nálguðust hann og fannst 72 ára maður þar inni, Huu Can Tran.

„Sá grunaði hlaut skotsár af eigin völdum og var úrskurðaður látinn á staðnum,“ sagði Robert Luna, lögreglustjóri í Los Angeles-sýslu.

Bætti hann við fleiri séu ekki grunaðir um að hafa tengst árásinni, þar sem tíu voru skotnir til bana og tíu særðist. Sjö eru enn á sjúkrahúsi, sumir alvarlega særðir.

Rannsókn stendur yfir á því hvers vegna maðurinn hóf skotárásina.

AFP/Eric Thayer/Getty
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert