Erfitt að vera nánast úr leik

Elvar ræðir við mbl.is í dag.
Elvar ræðir við mbl.is í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon

Elvar Örn Jónsson, einn besti varnarmaður íslenska landsliðsins í handbolta, var svekktur eftir tapið gegn Svíþjóð í milliriðli á HM í gær, en með tapinu er nánast 100% öruggt að Ísland fer ekki í átta liða úrslit

„Það er erfitt að vera nánast úr leik. Þetta var erfitt í gær og það var erfitt að sofna en það er nýr dagur og við förum upp með hökuna og næsti leikur er á móti Brasilíu,“ sagði Elvar við mbl.is á liðshóteli Íslands í dag.

Til að Ísland eigi möguleika á að fara í átta liða úrslit þurfa Grænhöfðaeyjar að vinna Ungverjaland á morgun, sem er afar ólíklegt.

„Það er fjarlægt. Ég býst við að Ungverjar taki þá og við horfum meira á þriðja sætið. Við getum ekki stjórnað öðru. Við ætlum að vinna Brassana,“ sagði Elvar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert