Lukaku í fremstu víglínu hjá Belgum

Romelu Lukaku er fyrirliði Belga í kvöld.
Romelu Lukaku er fyrirliði Belga í kvöld. AFP

Sóknarmaðurinn öflugi Romelu Lukaku er í byrjunarliði Belga gegn Íslendingum á Laugardalsvellinum í kvöld en viðureign liðanna í Þjóðadeild UEFA hefst þar kl. 18.45.

Belgískir fjölmiðlar gerðu ráð fyrir að Lukaku myndi ekki spila í kvöld en hann er klár í slaginn og er fyrirliði liðsins í kvöld. Lukaku, semer 27 ára gamall, hefur skorað 53 mörk í 86 landsleikjum. Lið Belga er þannig skipað:

Mark:
Simon Mignolet
Vörn:
Toby Alderweireld
Jason Denayer
Dedryck Boyata
Miðja:
Thomas Meunier
Axel Witsel
Youri Tielemans
Yannick Carrasco
Sókn:
Leandro Trossard
Romelu Lukaku
Jeremy Doku

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert