Nánast fullkominn

„Thomas Tuchel hefur verið nánast fullkominn síðan hann tók við Chelsea,“ sagði Owen Hargreaves, fyrrverandi landsliðsmaður Englands í knattspyrnu, þegar rætt var um stórleik Chelsea og Tottenham sem fram fer í ensku úrvalsdeildinni á Stamford Bridge í Lundúnum á sunnudaginn.

Tuchel tók við stjórnartaumunum hjá Chelsea í janúar á síðasta ári eftir að Frank Lampard var rekinn.

Þýski stjórinn hefur gert frábæra hluti með Chelsea og gerði liðið meðal annars að Evrópumeisturum síðasta vor.

„Hann var með skýra hugmyndafræði þegar hann tók við liðinu og hann hefur haldið áfram að byggja ofan á hana,“ sagði Hargreaves.

„Hann er líka frábær persónuleika og hann hefur verið frábær viðbót í ensku úrvalsdeildina síðan hann tók við,“ bætti Hargreaves við.

Leikur Chelsea og Tottenham verður sýndur beint á Síminn Sport á sunnudag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert