Rafmagnslaust víðs vegar um Pakistan

Fólk kaupir mat á matarmarkaði í borginni Karachi fyrr í …
Fólk kaupir mat á matarmarkaði í borginni Karachi fyrr í mánuðinum. AFP/Asif Hassan

Rafmagnslaust varð víðs vegar um Pakistan í nótt vegna bilunar sem hefur haft áhrif á yfir 220 milljónir manna, þar á meðal fjölmennar borgir á borð við Karachi og Lahore.

Dreifikerfi raforku í Pakistan er bæði flókið og viðkvæmt. Bilun á einum stað getur leitt til rafmagnsleysis um allt landið.

Viðgerðir standa yfir og það tókst að koma rafmagni aftur á að hluta til í höfuðborginni Islamabad og borginni Peshawar í norðvesturhluta landsins.

Enn er rafmagnslaust í hafnarborginni Karachi, þar sem yfir 15 milljónir manna búa, og í Lahore, þar sem yfir 10 milljónir búa.

Síðast varð rafmagnsleysi af þessari stærðargráðu árið 2021 þegar myrkur skall á í öllu Pakistan eftir bilun í rafkerfi í suðurhluta landsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert