Weetabix ætlaði nú þegar að finna annað andlit

Sé farið inn á facebooksíðu Weetabix Ísland blasir fátt annað …
Sé farið inn á facebooksíðu Weetabix Ísland blasir fátt annað við en Gylfi Þór Sigurðsson. Ljósmynd/Facebook

Ekki er þörf á að taka ákvarðanir um auglýsingasamning Weetabix við Gylfa Þór Sigurðsson knattspyrnumann, þar sem nú þegar hafði verið ákveðið að einhver annar íþróttamaður kæmi í hans stað sem andlit morgunkornsframleiðandans.

„Við höfum starfað með Gylfa, en það er engin herferð með honum í gangi núna,“ segir Jón Mikael Jónasson, framkvæmdastjóri Danóls, innflutningsaðila Weetabix á Íslandi, við mbl.is.

Gylfi Þór er grunaður um að hafa brotið gegn barni og eru lögregluyfirvöld í Englandi með mál hans til rannsóknar. 

Fyrr í dag var allt markaðsefni drykkjarins State Energy, sem skartaði Gylfa Þór, fjarlægt úr verslum Hagkaupa.

Horfa til EM kvenna næsta sumar

Jón Mikael segir að hugmyndavinna hafi farið af stað um að næsta auglýsingaherferð Weetabix muni tengjast Evrópukeppni kvennalandsliða í knattspyrnu á næsta ári, þar sem íslenska kvennalandsliðið mun etja kappi.

„Ég veit til þess að það hefur verið hugmyndavinna í gangi í kringum Evrópukeppni kvenna á næsta ári.“

Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu keppir á EM í Englandi næsta …
Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu keppir á EM í Englandi næsta sumar. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert