77 ára og enn sexí að mati Fords

Helen Mirren og Harrison Ford fara með aðalhlutverk í 1923.
Helen Mirren og Harrison Ford fara með aðalhlutverk í 1923. AFP

Leikarinn Harrison Ford lofsöng mótleikkonu sína Helen Mirren á dögunum þegar hann ræddi um þætti þeirra 1923. Hann segir það hafa vegið þungt að Mirren færi með hlutverk í þáttunum þegar hann samþykkti að taka hlutverkið að sér.

Ford ræddi við Stepgen Colbert í The Late Show um þættina. Colbert dró upp mynd af þeim Ford og Mirren frá 1986 þegar þau léku í The Mosquito Coast. „Kynþokkafull og enn kynþokkafull,“ sagði Colbert og svaraði þá Ford við mikinn fögnuð áhorfenda: „Hún er enn kynþokkafull“.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þau Mirren og …
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þau Mirren og Ford leika saman. AFP

Colbert vatt sér því næst að máli málanna og spurði hvort Ford hafi farið í sleik við Mirren. „Nei ég bara spyr, því ég hef kysst hana. Fyrst þegar hún kom hingað, og í fyrsta skipti sem ég hitti hana, þá kom hún og kyssti mig rembings kossi. Hún bara tók um höfuð mitt. Ég var frosinn í svona fimm mínútur,“ sagði Colbert.

Ford sagði að Mirren væri sannarlega opin. „Hún er heit, hún er mjög heit,“ sagði Colbert og Ford samsinnti því. Hann sagði magnað að fá að fylgjast með henni í 1923. „Það er mikið í gangi, mikið líkamlegt, og hún hoppar bara beint út í djúpu laugina og gerir hluti sem maður ímyndar sér ekki að Helen Mirren myndi gera. Dame Helen Mirren,“ sagði Ford.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler