Erna og Hilmar frjálsíþróttafólk ársins

Hilmar Örn Jónsson keppti til úrslita á EM.
Hilmar Örn Jónsson keppti til úrslita á EM. AFP/Andrej Isakovic

Frjálsíþróttafólkið Erna Sóley Gunnarsdóttir og Hilmar Örn Jónsson voru útnefnd frjálsíþróttafólk ársins á uppskeruhátíð FRÍ í Laugardalshöll á dögunum.

Hilmar átti stórt og viðburðaríkt ár en hann vann sterkt mót í Halle í Þýskalandi og þá keppti hann á HM sem fór fram í Eugene, Oregon.

Hann kastaði sig inn í úrslit á Evrópumeistaramótinu í München með sínu öðru lengsta kasti á ferlinum. Þá endaði hann efstur Íslendinga á stigalista Alþjóðasambandsins eftir tímabilið.

Erna Sóley, sem keppir í kúluvarpi, setti Íslandsmet utanhúss á árinu þegar hún varpaði kúlunni 17,29 metra. Hún varð Norðurlandameistari U23 og svæðismeistari innan-og utanhúss í Bandaríkjunum þar sem hún stundar nám.

Hún keppti á sínu fyrsta stórmóti þegar hún tók þátt á Evrópumeistaramótinu sem fór fram í München.

Erna Sóley Gunnarsdóttir.
Erna Sóley Gunnarsdóttir. mbl.is/Hákon

Önnur verðlaun á uppskeruhátið FRÍ:

Stigahæsta afrek ársins samkvæmt stigatöflu WA:

Guðni Valur Guðnason – 1157 stig fyrir 65,27 m í kringlukasti

Besta spretthlaupsafrek (Jónsbikar):

Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir – Náði stigahæsta afreki í spretthlaupi; 24,05 sek. í 200 m innanhúss.

Stökkvari ársins kvenna:

Irma Gunnarsdóttir – Íslandsmeistari í bæði þrístökki og langstökki.

Stökkvari ársins karla:

Kristján Viggó Sigfinnson – Stökk 2,20 m innanhúss og var annar á Heimsafrekaskrá U20 innanhúss 2022.

Millivegalengdahlaupari ársins kvenna:

Aníta Hinriksdóttir – Hljóp á 2:05,20 mín. í 800 m innanhúss sem er stigahæsta afrek konu 2022.

Millivegalengdahlaupari ársins karla:

Baldvin Þór Magnússon – Frábært tímabil í Bandaríkjunum. Hann komst í úrslit á HM innanhúss í 3000 m.

Fjölþrautarkona ársins:

María Rún Gunnlaugsdóttir – Besti árangur kvenna í þraut.

Fjölþrautarkarl ársins:

Dagur Fannar Einarsson – Besti árangur karla í þraut.

Óvæntasta afrekið:

Daníel Ingi Egilsson – Stekkur 15,31 m í þrístökki á NM U23 sem er besti árangur Íslendings í 60 ár.

Þjálfari ársins:

Pétur Guðmundsson – Þjálfari Guðna Vals og Ernu Sóleyjar.

Besta afrek 30 ára og eldri karla:

Jón Bjarni Bragason – Fékk silfur í kastþraut á HM masters í Tampere.

Besta afrek 30 ára og eldri kvenna:

Jóna Dóra Óskarsdóttir – Komst í úrslit í 800 m hlaupi á HM masters í Tampere.

Piltur ársins 19 ára og yngri:

Guðjón Dunbar Diaquoi Þorsteinsson – Hann keppti á EM U18 í þrístökki þar sem hann bætti sinn persónulega árangur. Hann sýnir hugafar grósku ásamt því að ná góðum árangri.

Stúlka ársins 19 ára og yngri:

Ísold Sævarsdóttir – Hún hefur náð glæsilegum árangri í mörgum greinum og varð í fjórða sæti á EYOF í sjöþraut.

Hvatningarverðlaun unglingaþjálfara:

Bergur Ingi Pétursson – Tekur að sér þjálfun á íþróttamönnum óháð í hvaða félagi þau eru í.

Óvæntasta afrek 19 ára og yngri:

Þorvaldur Gauti Hafsteinsson – Átti frábært tímabil og náði glæsilegum tíma í 800 m hlaupi fyrir 15 ára pilt.

Götuhlaupari ársins og langhlaupari ársins karla:

Hlynur Andrésson – Sigur í hálfmaraþoni í Reykjarvíkurmaraþoninu í mjög krefjandi aðstæðum og besti árangur í 10 km götuhlaupi frá upphafi í Valencia.

Götuhlauparar ársins kvenna:

Sigþóra Brynjarsdóttir – Náði fjórða besta tíma frá upphafi í hálfmaraþoni kvenna í Kaupmannahöfn og varð fyrst íslenskra kvenna í 10 km hlaup kvenna í Reykjavíkurmaraþoni. Hún varð Íslandsmeistari í hálfmaraþoni kvenna 2022.

Utanvegahlaupari ársins karla:

Arnar Pétursson – Sigur í Laugarvegshlaupinu og annar besti tími frá upphafi í hlaupinu.

Utanvegahlaupari ársins og langhlaupari ársins:

Andrea Kolbeinsdóttir – Besti tími sögunar hjá konum í Laugavegshlaupinu og brautarmet kvenna. Jafnframt er hún eina konan sem hefur hlaupið undir fimm tíma. Hún varð Íslandsmeistari í maraþoni kvenna 2022. Frábær árangur á HM í utanvegahlaupum.

Nefnd ársins:

Langhlaupanefnd.

Hópur ársins:

EM Munchen.

Frjálsíþróttakraftur ársins:

Landslið í utanvegahlaupum og fararstjóri þeirra.

Viðburður ársins:

Selfoss Classic.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert