Gagnrýna aðgerðir stjórnvalda vegna Covid-19

Sigríður Á. Andersen.
Sigríður Á. Andersen. mbl.is/Kristinn Magnússon

Sigríður Á. Andersen og Brynjar Níelsson, þingmenn Sjálfstæðisflokksins, eru meðal þeirra sem standa að baki hópnum Út úr kófinu. Hópurinn gagnrýnir aðgerðir stjórnvalda og leitar annarra lausna.

Í fréttatilkynningu kemur fram að um sé að ræða hóp fólks úr ýmsum geirum samfélagsins sem vilji leggja sitt af mörkum til að bæta upplýsingagjöf um kórónuveirufaraldurinn, afleiðingar og aðgerðir ásamt því að færa skoðanaskipti upp á yfirborðið og móta tillögur að leiðum út úr þessu ástandi.

Brynjar Níelsson.
Brynjar Níelsson. mbl.is/Árni Sæberg

Tilraunir til að takast á við og ráða niðurlögum kórónaveirufaraldursins á Íslandi hafa þegar skapað ástand sem valdið getur ómældu tjóni á lífi, heilsu og afkomu fólks og gæti varað árum saman. Yngri kynslóðir, tekjulágir og jaðarsettir hópar samfélagsins verða verst úti. Umræður um ástandið og afleiðingar þess hafa mætt mikilli andstöðu og vangaveltur um skynsamlegar, skaðaminni og árangursríkari leiðir til að mæta ástandinu hafa verið kveðnar niður. Þessu á enginn að venjast í opnu lýðræðisríki – þessi umræða verður að fara fram fyrir opnum tjöldum,“ segir á vefsíðu hópsins.

Við teljum að ef haldið er áfram á sömu braut og nú verði skaði aðgerða mun meiri en skaði af völdum COVID-19. Skaðinn mun leggjast af miklum þunga á yngri kynslóðir, tekjulága, og jaðarsetta hópa samfélagsins,“ segir þar enn fremur en hópurinn kveðst vilja dýpka umræðuna um kórónuveirufaraldurinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert