Smit í herbúðum Fylkis – leiknum gegn Val frestað

Smit er komið upp hjá kvennaliði Fylkis.
Smit er komið upp hjá kvennaliði Fylkis. mbl.is/Árni Sæberg

Leikmaður kvennaliðs Fylkis í knattspyrnu hefur greinst með kórónuveiruna. Af þeim sökum er búið að fresta leik Fylkis gegn Val sem átti að fara fram næstkomandi miðvikudag.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá knattspyrnudeild Fylkis.

Þar segir að leikmannahópur liðsins verði í sóttkví næstu daga vegna smitsins og því hafi verið þörf á að fresta leiknum gegn Val, sem átti að fara fram miðvikudaginn 28. júlí á Würth-vellinum í Árbænum.

Nýr leiktími verður ákveðinn síðar.

„Öll aðstaða meistaraflokka félagsins hefur verið sótthreinsuð með viðurkenndum aðferðum.

Uppkomið smit hefur ekki áhrif á æfingar eða keppni annarra flokka félagsins né neina aðra starfsemi sem fer fram hjá félaginu þessa dagana,“ sagði einnig í tilkynningunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert