„Við munum fara með þetta mál lengra“

KR-ingar ætla að fara með málið lengra.
KR-ingar ætla að fara með málið lengra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Aga- og úr­sk­urðar­nefnd KSÍ vísaði frá kærum Fram og KR um þá ákvörðun stjórn­ar KSÍ að hætta keppni á Íslands­mót­inu 2020. Félögin hafa nú þrjá daga til að áfrýja úrskurðinum til áfrýjunardómstóls sambandsins.

Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR, staðfesti í samtali við Vísi í dag að KR-ingar myndu „fara með þetta mál lengra“. Ásgrímur Helgi Einarsson, formaður knattspyrnudeildar Fram, sagði við Vísi að málið væri til skoðunar hjá félaginu.

KR var í fimmta sæti úr­vals­deild­ar karla, Pepsi Max-deild­ar­inn­ar, þegar ákveðið var að hætta keppni á meðan Fram­ar­ar voru í þriðja sæti 1. deild­ar­inn­ar, Lengju­deild­ar­inn­ar. KR missti af Evr­óp­u­sæti en Fram missti af sæti í efstu deild og ákváðu bæði fé­lög að kæra ákvörðun stjórn­ar KSÍ um að hætta keppni á mót­inu.

„Af fram­an­greind­um ákvæðum reglu­gerðar KSÍ um aga- og úr­sk­urðar­mál leiðir að ekki er gert ráð fyr­ir að ákv­arðanir sem tekn­ar eru af KSÍ eða í þessu til­felli stjórn KSÍ sæti kæru til aga- og úr­sk­urðar­nefnd­ar nema sér­stök heim­ild liggi til þess í lög­um eða reglu­gerðum KSÍ,“ seg­ir meðal ann­ars í úr­sk­urði aga­nefnd­ar­inn­ar.

Framarar eru með niðurstöðuna til skoðunar hjá sér.
Framarar eru með niðurstöðuna til skoðunar hjá sér. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert