Innlent

Þrjár stórfelldar líkamsárásir í nótt

Bjarki Sigurðsson skrifar
Átta einstaklingar fengu að gista í fangageymslu í nótt.
Átta einstaklingar fengu að gista í fangageymslu í nótt. Vísir/Kolbeinn Tumi

Alls voru 87 mál skráð í gærkvöldi og nótt hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Átta gistu í fangageymslu í nótt en tilkynnt var um tíu líkamsárásir, þar af þrjár stórfelldar.

Í Hlíðunum var tilkynnt um tvær líkamsárásir í nótt. Í þeirri fyrri var gerandinn einn en í seinni árásinni voru þeir tveir. Allir þrír fengu þeir að gista í fangageymslu í nótt. Þá var tilkynnt um stórfellda líkamsárás niðri í bæ og sá fékk einnig að gista í fangageymslu.

Fimm ökumenn voru teknir fyrir akstur undir áhrifum og voru þeir allir sviptir ökuréttindum.

Tveir aðilar eru grunaðir um þjófnað í Háaleitinu en annar þeirra verður kærður fyrir brot á vopnalögum þar sem hann var með hnúajárn á sér með hnífsblaði.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×