Lykilfólk fjarverandi á fundi

Einar Þorsteinsson, Þórdís Lóa Þórhallsdóttir og Heiða Björg Hilmisdóttir eru …
Einar Þorsteinsson, Þórdís Lóa Þórhallsdóttir og Heiða Björg Hilmisdóttir eru öll fjarverandi. mbl.is

Borgarstjórn Reykjavíkur ræðir nú viðbrögð við miklum hallarekstri í borginni og hvar skera eigi niður í þjónustu við íbúa, en fundurinn hófst klukkan 12.

Boðaður hefur verið mikill niðurskurður í borginni á næsta ári vegna þúsunda milljóna króna hallareksturs. Athygli vekur að þrír lykilfulltrúar sitja ekki fundinn, sem þó var boðaður til að taka mikilvægar ákvarðanir sem allar hafa bein áhrif á borgarbúa og þá þjónustu sem veitt verður í Reykjavík. 

Fjarverandi eru þau Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins og formaður borgarráðs; Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar og forseti borgarstjórnar; og Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar.

Hægt er að fylgjast með fundinum í beinu streymi á vefsíðu Reykjavíkurborgar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert